Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Blaðsíða 40
Tímarit Máls og menningar
eru til á enskum bókum frá 7. áratug 16. aldar. Sem dæmi má nefna að
Shakespeare víkur að þeim nokkrum orðum í Hamlet:
“. . . , but there is, sir, an aery of children, little eyases, that cry out on the top
of question, and are most tyrannically clapped for ’t: these are now the
fashion, and so berattle the common stages, so they call them, that many
wearing rapiers are afraid of goose-quills and dare scarce come thither.”'
Þessir hópar fóru síður en svo leynt á 17. og 18. öld og það bar jafnvel til að
þeir nutu engu minni vinsælda en leiksýningar fullorðinna. Það var hins-
vegar ekki fyrren með Upplýsingarstefnunni í lok 18. aldar, að upp komu
háværar raddir gegn slíkri „barnatamningu". Barnalátbragðsleikirnir náðu
síðast að blómstra með hinum svonefndu rómantísku ballettum frá 1815 —
1820, sem voru sérdeilis vinsælir í Vínarborg.
Upptök kennsluleikhússins eru á hinn bóginn svo ævaforn að þau verða
ekki lengur rakin með neinni vissu. Skáldið Kallías samdi t. d. lítið leikrit á
5. öld fyrir Krist sem hefur að öllum líkindum átt að auðvelda ungum
drengjum að læra stafrófið, en í leikritinu koma bókstafirnir fyrir í gervi
lifandi persóna. Sömuleiðis er vitað um annað slíkt leikrit eftir gríska
viskukennarann Heródes frá fyrstu öld eftir Krist.
Það er ljóst að allt frá því um 1745 hefur verið litið á kennsluleikhúsið
sem sjálfsagðan þátt í uppeldi barna í Evrópu. Þetta veldur engri furðu
þegar þess er gætt að það voru hugsuðir upplýsingartímabilsins sem fyrstir
færðu heimspekileg rök að því að bernskan hefði úrslitaáhrif á mótun
manneskjunnar. A bókmenntasviðinu kemur þetta viðhorf skýrt í ljós í
stefnumarkandi skáldsögu Rousseaus „Emile ou l’education sentimentale",
sem kom út árið 1762. A þessum árum mótast ákveðið rökhyggjulegt
viðhorf til barna. Samkvæmt þessu viðhorfi eru börnin ekkert annað en
fullorðnir í smækkaðri mynd og þau njóta viðurkenningar að því marki
sem þeim tekst að tileinka sér háttalag fullorðinna.
Sú „einsýni" (Schematismus), sem er kjarni þessa viðhorfs, varð undirrót
mikilla deilna milli forsvara upplýsingarinnar og áhangenda rómantísku
stefnunnar og það er vísast engin hending að bernskan skyldi hljóta svo
veglegan sess í ævintýrum rómantískra höfunda. Hin rómantísku ævintýri
verða einmitt til á þeim tíma þegar bernskan og ævintýrin hafa verið tengd
órjúfanlegum böndum og „hið eiginlega ævintýralíf" fer fram „í barnaher-
1 „. . . , en það er kominn mýgrútur af krökkum, smá-illfyglum, sem grenja heilbrigða
skynsemi í kútinn, og fá grimmilegt klapp fyrir; nú eru þeir í tísku, og úthúða svo
almennings-leikhúsunum, sem þeir kalla svo, að margur rýtingskappinn hræðist gæsafjaðrir
og þorir naumast þangað að koma.“ (þýð. H. Hálfdanarson)
406