Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Blaðsíða 29
Dauða leikhúsið
á leikhúsið hefur fætt af sér leikstjórann. En krafan um heildaráhrif hefur
einkum beinst að ytra borðinu og stílblöndu þess, þar sem hætta hefur
verið á að andstæðir eða ólíkir stílar rækjust á. Ef við gefum gaum að því
hvernig hægt er að tjá innra samhengi í flóknu leikriti getur vel farið svo að
við komumst að allt annarri niðurstöðu, sem sé þeirri að vissir árekstrar
milli ytri þátta séu óumflýjanlegir. Ef við göngum skrefi lengra og tökum
áhorfendurna og þjóðfélag þeirra sannfærumst við e. t. v. um að við náum
ekki að steypa þessum frumþáttum í eina heild nema með áhrifum sem eru
að öðru jöfnu tengd ljótleika, ósamræmi og eyðileggingu.
I traustu og friðsælu samfélagi kynni hlutverk leikhússins að vera það
eitt að endurspegla og staðfesta innra samræmi þess. Slíkt leikhús gæti
stefnt að því að sameina áhorfendur og leikara í einu allsherjar jái. En í
trylltum og veglausum heimi verðum við iðulega að velja á milli leikhúsa
sem bjóða veikburða „já“ og þeirra sem veita svo heiftúðuga ögrun að
áhorfendurnir tvístrist í lifandi og andstæða hópa sem segja „nei“.
Ég hef lært mikið á því að halda fyrirlestra um þessi efni. Ég veit að þegar
hér er komið sögu rís ævinlega einhver áheyrandi úr sæti og spyr eftirfar-
andi spurninga: í fyrsta lagi hvort ég vilji leggja niður öll leikhús sem
uppfylli ekki háleitustu kröfur, í öðru lagi hvort ég telji fólk hafa slæmt af
því að skemmta sér og í þriðja lagi hvað ég vilji gera við áhugamenn.
Ég er vanur að svara því að ég hafi engan áhuga á því að setjast í eitthvert
dómarasæti, banna eitthvað eða spilla ánægju annarra. Ég ber fulla virðingu
fyrir stofnanaleikhúsum og frjálsum hópum sem reyna að gera eins vel og
þeim frekast er unnt við mjög erfiðar aðstæður. Ég ber einnig fulla virðingu
fyrir skemmtanaþorsta annarra, ég tala nú ekki um léttúð annarra; ég dróst
sjálfur að leiklistinni af skemmtanafýsn og talsverðu ábyrgðarleysi. Það er
ekkert athugavert við að fólk skemmti sér. En engu að síður spyr ég þá sem
spyrja mig, hvort þeim finnist leikhúsið veita þeim það sem þeir óska eftir
þegar á heildina er litið.
Þegar ég tala um dautt leikhús á ég við að allur frjór lífsneisti í því sé
slokknaður. Hinsvegar getur slíkt leikhús verið óhugnanlega virkt og í
virkninni gæti breyting verið fólgin. Fyrsta skrefið í átt til breytingar eða
lífgunar er að horfast í augu við þann beiska sannleik að flest það sem
gengur undir nafninu leikhús í heiminum nú sé afskræming þess orðs sem
eitt sinn var þrungið merkingu. Öld eftir öld, í friði jafnt sem styrjöld,
flytur líkvagn menningarinnar leifar listamanna í ruslahauginn mikla. Leik-
hús, leikarar, gagnrýnendur og áhorfendur eru hjól í voldugri vél sem oft
marrar í; þó gefur hún sig aldrei. Alltaf tekur nýtt leikár við og alltaf erum
við of önnum kafin til þess að spyrja þessarar einu brennandi spurningar
sem tekur til allrar vélarinnar: Hvers vegna leikhús? I hvaða tilgangi? Er
395