Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Blaðsíða 69
Bókmenntagagnrýni dagblaðanna
Með því að skýra þannig innbyrðis tengsl hinna ýmsu þátta skáldverks-
ins (vel að merkja frá sínum sjónarhóli; ólíklegt er að nokkrir tveir skynji
þau tengsl á nákvæmlega sama hátt) getur gagnrýnandinn orðið til að auka
gildi skáldverksins fyrir lesandanum og ef vel lætur orðið honum kveikja til
að velta frekar vöngum yfir því, sjá nýjar hliðar þess, verða sjálfur virkari
„gagnrýnandi“ og komast kannski að öðrum niðurstöðum en ritdómarinn.
Eflaust eru einhverjir gagnrýnendur mér ósammála í því að slíkt
greiningar- eða skýringarstarf eigi að vera í miðpunkti gagnrýninnar. Og
eftir íslenskum ritdómum að dæma eru mér heldur ekki allir sammála um
að gagnrýni þurfi einnig að gera einhver skil því bókmenntasamhengi sem
verkið er í. Auðvitað verður ekki við komið mikilli úttekt á því, en ýmist er
hægt að minnast á stöðu verksins gagnvart öðrum verkum höfundar,
stöðuna innan viðkomandi bókmenntagreinar eða gagnvart hefðbundnum
verkum; möguleikarnir eru margir. Ekki er óeðlilegt að ritdómari skjóti
jafnframt að hugleiðingum um stöðu og þróun bókmennta, þó svo slíkt
eigi auðvitað ekki heima í sérhverjum ritdómi. En eins og með greiningu
verka tel ég gagnrýnanda geta virkað örvandi á lesanda, „ýtt við honum“
með umræðu um bókmenntalegt samhengi og fengið hann til að velta
frekar fyrir sér stöðu verksins. Afstaða gagnrýnenda virðist afar misjöfn
hvað þetta varðar. Sumir fjalla ítarlega um slíka stöðu verksins út á við, en
aðrir snerta alls ekki á henni.
Alit mitt er að ritdómar hafi þremur meginverkefnum að sinna, sem eru
greining verksins, umfjöllun um stöðu þess í bókmenntunum og persónu-
legt mat gagnrýnandans — án þess að þetta þrennt geti verið greinilega
aðskilið í ritdómnum sjálfum. Ritdómurinn í heild ætti síðan einnig að geta
staðið sem kynning á verkinu fyrir þann sem ekki þekkir það og vill
fræðast. Mér virðist fremur fátítt að ritdómarar tjái sig beint um það hverja
þeir telji nauðsynlega meginþætti ritdóma. Tvo þýska gagnrýnendur get ég
þó vitnað í. Henning Rischbieter kveðst í ritdómum sínum reyna að setja
fram lýsingu á verki, með það fyrir augum að hún þróist yfir í greiningtt,
sem að lokum leiði af sér mat eða dóm.b Heinz Ohff telur þrjú helstu
verkefni gagnrýni vera: 1. Að veita lesendum upplýsingar um verkið; 2. Að
vera eins konar hljómbotn fyrir listamanninn (sjá hér að neðan); 3. Að
skilgreina verkið.7
Hverjir sem taldir eru meginþættir gagnrýni, er ljóst að ritdómur er ætíð
„meta-texti“, þ. e. texti um texta, og sem slíkur á hann sér stað á milli
skáldverksins og lesandans. Aður en ég ræði frekar um þessa stöðu rit-
dóma, vil ég þó minnast á þá hlið þeirra sem að rithöfundinum snýr og sem
Ohff telur fela í sér eitt þriggja verkefna gagnrýninnar. Eg get verið
sammála því að gagnrýnendur eigi að vera rithöfundum „hljómbotn“;
435