Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Blaðsíða 34

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Blaðsíða 34
Tímarit Máls og menningar stöðugar hliðstæður meðal aukapersóna og hér kemur það þeirri skoðun óbeint til áhorfenda að alls staðar séu upplausn, engin sambúð endist, allir svíki hver annan. Hjónabandið, sambúð tveggja einstakl- inga af gagnstæðu kyni eða sama kyni, virðist fyrirfram dæmt til að mistakast þegar leiknum lýkur. Hjá flestum persónunum virðist upplausnin stafa af eigingirni og sjálfselsku eins og hjá Arna, manni Kristínar. Sif virðist ekki taka nærri sér fóstureyðingu og sambúðarslit, kærasta Sólborgar nýtur þess að ná sér í nýja. Þetta er allt mistéttarfólk í góðu starfi. Með Baddý og Odd gegnir öðru máli. Þeim er hjónabandið skuldafangelsi eins og svo mörgu erfiðisfólki, þeirra mesta böl er að geta ekki skilið. Það sem Skilnaður sýnir okkur með atvikum sínum, framvindu og persónusköpun virðist ekki aðeins vera að hjónabandið, sambúð tveggja, sé úrelt fyrirbæri í nútímasamfélagi, heldur um leið að best sé að standa uppi einn. Að minnsta kosti fer Kristín þá leið. Eftir að hafa reynt að opna líf sitt öðru fólki og orðið fyrir óþyrmilegum innrásum, sár og viðkvæm eftir skilnaðinn, hafnar hún markvisst öllum tilboðum um nýja sambúð. „Eg er orðin sjálfstæð," segir hún við fyrrverandi mann sinn í leikslok. „Þú ert ekki sjálfstæð. Þú ert einmana,“ ansar hann. „Eru það ekki tvö orð um sama hlutinn?“ spyr hún þá. Auðvitað er þetta spurning, en hún kemur á mjög mikilvægum stað í verkinu og hangir enn í loftinu þegar ljósin slokkna. Það virðist eina lausnin sem nútímamanneskjur sjá við sínum vanda að öðlast það sjálfstæði sem felst í því að þola einlífi, annars verði lífið þeim eilíf kvöl. Þetta er eiginlega svo nöturleg niðurstaða að freistandi er að taka hana sem víti til varnaðar og segja að þróun Kristínar bendi til þess að fólk eigi alls ekki að skilja, það verði hart og tilfinningakalt af því. Ef til vill er það einmitt sú ályktun sem Kjartan vill að við drögum af verkinu, þess vegna máli hann myndina svona dökka. Kjartan Ragnarsson er ekki einn um að sýna þessi endalok á vanda sambúðar, hvorki fyrr né síðar. Síðan Nóra Ibsens skellti hurðinni heima hjá sér hafa svo ólíkir höfundar sem Alexandra Kollontaj hin rússneska og Marilyn French hin bandaríska séð þá lausn vænlegasta fyrir konur sínar að búa einar og lifa fyrir starf sitt. Allir undirbyggja höfundarnir lausnina vandlega, hver á sinn hátt. Kjartan gefur ekki opinskátt samfélagslega skýringu á því að horn- steinn þjóðfélagsins skuli vera að bresta, en á bak við niðurstöðu 400
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.