Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Blaðsíða 78

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Blaðsíða 78
Tímarit Máls og menningar fyrir lesendum sínum að hann hafi skort kunnáttu eða aðra eiginleika til að fá nokkurn botn í viðkomandi verk. I raun er þetta þó fyrst og fremst slungin aðferð „yfirvaldsins“ til að sýna óskeikulleika sinn. Lesandinn á að sjálfsögðu að fá á tilfinninguna að það sé verkinu sem ábótavant er, ekki gagnrýnandanum.17 Lítum aftur á röksemdafærslu Jóhönnu. Næst kvartar hún yfir því að ekkert sé gert til að skýra fyrir lesandanum af hverju útþensla Miðgarðs sé af hinu illa og hvað dramatískt lokaandartak sögunnar þýði. Hún tekur því ekkert tillit til þess að í sögunni birtist höfundur sem telur sig ekki færan um skýringar og svör við því sem gerist (þess má geta að Ornólfur talar um að „ótvíræður kostur" bókarinnar sé að „hún vekur fleiri spurningar en hún svarar.“) Jóhanna segir kaflana hafa virkað á sig „eins og nettar smásögu- byrjanir“ og henni hafi dottið í hug: . . . að þar myndi koma að höfundur fléttaði örlög allra þessara persóna saman á einhvern áhrifamikinn hátt til að fá botn í þetta. En svo varð ekki. Nú býður mér í grun að ritdómarinn hafi ekki lesið bókina nema einu sinni og það í miklum flýti. Sögumaðurinn — „höfundurinn“ sem mælir í 1. persónu — tekur skýrt og skorinort fram að hann geti einungis birt svip- myndir af fólki (109), tilveran bjóði honum ekki upp á heilsteypta sögu; samt býsnast ritdómarinn yfir því að sagan sé ekki fléttuð saman „á einhvern áhrifamikinn hátt“. Og ekki getur Jóhanna heldur notað þetta sem almennt viðmið; stór hluti prósaskáldskapar á okkar öld hefur horfið frá slíkri „heilsteyptri" sögusköpun og „fléttar“ sögur sínar á annan hátt. Hið sama gildir um persónusköpunina sem Jóhanna telur að sé „ekki fyrir að fara í bókinni" (um leið og Illuga og Örnólfi finnast persónur „haganlegar" og „lifandi" — svona er nú hægt að skoða skáldverk ólíkum augum!). Með þessu hef ég alls ekki afsannað að Haustið er rautt sé „vond bók“, enda slíkt ekki ætlun mín, og auðvitað var sjálfsagt að Jóhanna léti þessa skoðun í ljós. En málafærsla hennar fær ekki staðist, hvorki sem greining á sögunni né sem rök fyrir þessari skoðun. Ef það sem Jóhanna nefnir eru einu ástæðurnar fyrir því að henni fannst bókin vond, þá eru þær bundnar við smekk hennar og slíkt hefði þurft að gera lesendum ljóst. Illugi gerir að vissu leyti sömu mistök í sínum dómi. Hann finnur það fyrst og fremst að sögunni að pólítisk skrif og stéttabarátta skemmi fyrir annars lífvænlegri sögu og persónum, og hið fyrrnefnda sé jafnvel óþarfa viðbót sem kannski sé til komin af því að höfundi hafi ekki fundist hann eiga nægt söguefni. Hér verður að segja að komið sé aftan að lesandanum. Illugi ræðir að vísu um notkun gamalla „frasa“ (það gera allir ritdómararn- 444
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.