Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Qupperneq 75

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Qupperneq 75
Bókmenntagagnrýni dagblaðanna En þjóðfélagsleg gagnrýni er vandmeðfarin í ritdómi og sífellt er hætta á að hún verði of einstrengingsleg, oftúlki verkið er hún leitast við að skapa sjálfri sér sterkan heildarsvip (og í sjálfu sér getur þetta gerst í hvaða túlkun sem er). Þetta tel ég gerast í greiningu Dagnýjar er hún fjallar um stöðu Sigrúnar meðal sjúklinga: „ . . . hún hefur alltaf auga fyrir félagslegum og pólitískum forsendum kvennanna sem hún umgengst mest.“ I ritdómnum virðist það koma í eðlilegu framhaldi af þjóðfélagslegri greiningu verksins að Sigrún sé eins konar fastapunktur í sögunni og „miðli“ henni á meðvitað- an hátt. Slíkt fær ekki staðist og gefur ranga mynd af Sigrúnu, því hún er einmitt félagslega ómeðvituð lengi framan af sögunni; Gugga er hinn með- vitaði aðili sem þjóðfélagsleg hneigð sögunnar virðist helst tengjast. Sigrún er stöðugt að læra af Guggu og samskiptum sínum við aðra sjúklinga, og saga hennar er því, eins og Illugi minnist á í sínum dómi, að sínu leyti „þroskasaga". Það er ekki fyrr en síðast í sögunni að Sigrún fellst á þá skoðun Guggu að „heimur kolkrabbans" sé hinn sami og veröldin fyrir utan og að í þeim báðum velti allt á spurningunni um vald (156). Nú er fullkomlega eðlilegt að þjóðfélagsleg gagnrýni grundvallist á þessari mikilvægu hlið sögunnar, lýsingunni á valdakerfi sjúkrahússins og líkingu þess við þjóðfélagið. En hvernig skyldi vera tekið á þessu efni í hinum ritdómunum? Olafur Jónsson reynist sá eini er greinir skilmerkilega frá hvoru tveggja. Gunnlaugur og Rannveig tala raunar um stéttaskiptingu spítalans, valdbeitingu og mannúðarleysi, en minnast ekki á samsvörun við þjóðfélagið (Gunnlaugur segir m. a. s. að á meðal sjúklinganna sé „sam- kennd sem aðeins er til inni á spítölum“). Illugi talar um að augu Sigrúnar opnist „fyrir göllum á sjúkrahúskerfinu og þar af leiðandi á þjóðfélags- kerfinu öllu.“ Að vísu bendir hann því á samsvörunina, en án þess að segja lesandanum neitt, því „gallar“ er óljóst orð og þetta „þar af leiðandi" kemur undarlega fyrir sjónir, þar sem annars er ekkert fjallað um þessi tengsl. Og hjá Jóhönnu fær lesandi lítið sem ekkert að vita um þetta; það eina sem hún segir er að læknarnir séu „kaldir og fordómafullir". — Með fullri virðingu fyrir mismunandi túlkunum texta, finnst mér full langt gengið þegar þagað er yfir einum af meginþáttum skáldverks, sem þó kemur ofur ljóslega fram í verkinu. Með því að taka þennan þátt ekki til umfjöllunar kemur gagnrýn- andinn óhjákvæmilega í veg fyrir að afstaða hans gagnvart verkinu í heild verði lesandanum ljós. Eg vil nú víkja aftur að byggingu sögunnar og sinnuleysi gagnrýnenda gagnvart þeim þætti. Mér virðist næsta augljós röklegur galli í efnis- byggingu þessa verks. Sigrún þjáist af þrálátum verkjum eftir slysfarir er hún kemur inn á sjúkrahúsið, en læknarnir fá ekki greint þá (og mun slíkt ekki einsdæmi). Þeir telja að lokum veikindin sprottin af taugaveiklun og 441
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.