Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Blaðsíða 122

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Blaðsíða 122
Tímarit Máls og menningar var langt umfram það sem Þjóðhags- stofnun áætlaði og notaði við mat sitt á öðrum tillögum. Abl. heimtaði að Þjóð- hagsstofnun notaði framleiðniáætlun Abl. við mat á tillögum þess. A end- anum lét Þjóðhagsstofnun undan og Abl. fékk tillögur sínar metnar og stimplaðar af Þjóðhagsstofnun til að sýna almenningi, — nei, ekki út- reikninginn, það hefðu þeir getað sjálf- ir, heldur stimpilinn sem þeir sýndu hróðugir. Þetta dæmi sýnir ljóslega hvernig meðvitað er reynt að blekkja almenning í umræðum um efnahagsmál. Það er mikið verk að hreinsa til í öllu því moldviðri. Þessi umsögn um bók Birgis er bæði löng og gagnrýnin. Það er þó langt í frá að ég hafi týnt til allar þær athuga- semdir sem mér komu í hug við lestur- inn. Mér fannst nauðsynlegt að gera nokkrum atriðum vandlega sk.il, bæði vegna þess að ég tel það félagslega skyldu mína og svo vegna þess að ég vildi forða fólki frá því að eyða tíma í að reyna að skilja hið óskiljanlega. Svart á hvítu á heiður skilinn fyrir hugrekkið að ráðast í útgáfu bókar af þessu tagi. En hefði ekki verið betra að láta handritið að bók Birgis ganga á milli manna og forða þannig einhverju af verstu villunum. Erlendis nota borg- aralegir hagfræðingar sér óspart félags- lega gagnrýni til að betrumbæta kenn- ingar sínar, en íslenskar hetjur —jafnvel áköfustu andstæðingar einstaklings- hyggjunnar dingla í hvönninni eins og Þorgeir Hávarsson forðum. Eg hefði miklu frekar viljað skrifa þetta sem um- sögn um handrit heldur en sem bókar- umsögn. Asgeir Daníelsson. ANDMÆLI VIÐ RITDÓMI ÁSGEIRS DANÍELSSONAR TMM hefur gefið mér kost á að svara ritdómi Ásgeirs Daníelssonar. Fram að þessu hef ég ekki talið ritdóma um bók mína, Frjálshyggjuna, vera þess eðlis að nauðsyn væri að svara þeim. En þessi ritdómur er sérstakur fyrir þá sök að lesendur kunna að halda að Ásgeir setji fram mikilvæg rök gegn efni bókarinn- ar. Svo er þó ekki. Ritdómurinn er engu að síður fróðleg kynning á kunnáttu og vinnuaðferðum, sem ég varpa ljósi á í þessu svari. Efniskynning ritdómarans I upphafi greinar sinnar byrjar Ásgeir á því að gefa sér nokkrar grundvallarfor- sendur sem greinilega eru að hans mati hafnar yfir umræðu og gagnrýni. Hann kynnir þannig sjálfan sig sem bylt- ingarsinnaðan marxista en bókarhöf- und kynnir ritdómarinn sem „vinstri mann“, jafnvel sem áhanganda díalekt- ískrar efnishyggju. Þó segir hann mig hafa efnahags- og stjórnmálastefnu sem „er hvorki sjálfri sér samkvæm, skynsamlega rökstudd né jafnvel fram- farasinnuð". Skilaboð Ásgeirs til lesand- ans eru þannig skýr: lesandinn getur treyst kunnáttu Ásgeirs í borgaralegri og marxískri hagfræði, en skoðanir mín- ar eru hættulegar þrátt fyrir að Ásgeir telji mig eins og sjálfan sig vinstri mann. Eg vona að ýmsar af tilvitnunum mín- um í Ásgeir hér á eftir leiði í ljós skoð- anir hans á frjálshyggjunni og útskýri hvers vegna hann er svona ósammála mér. I niðurlagi ritdómsins er mönnum ráðið frá að eyða tíma í að lesa bókina. Þegar um útgefendur ritsins er fjallað kveður við annan tón. Þeir eru „hópur róttæklinga" sem „á heiður skilinn fyrir 488
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.