Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Qupperneq 101
Höfundurinn sem framleiðandi
Vestur-Evrópu enn engan veginn nothæft framleiðslutæki í höndum rithöf-
undarins. Enn heyrir það auðmagninu til. Dagblaðið er í tæknilegu tilliti
mikilvægasti vettvangur rithöfunda, en samt sem áður er það í óvinahönd-
um. Því er ekki að undra þótt erfiðleikarnir hlaðist upp þegar rithöfundur-
inn reynir að gera sér ljósa grein fyrir þjóðfélagslegum aðstæðum sínum,
tækjabúnaði og pólitísku hlutverki. Ein mikilvægasta breytingin undanfar-
inn áratug í Þýskalandi fólst í því að stór hópur af virku menntafólki skipti
um skoðun. Vegna þjakandi efnahagsástands varð afstaða þess byltingar-
sinnuð, án þess þó að það gæti skilið starf sitt, tengsl sín við framleiðslu-
tækin eða eigin verktækni til hlítar á raunverulega byltingarsinnaðan hátt.
Eins og þið sjáið á ég við svonefnt vinstrisinnað menntafólk og ætla að
takmarka mig við vinstrisinna af borgaralegum uppruna. Ahrifamestu
pólitísku og bókmenntalegu hreyfingar í Þýskalandi á síðasta áratug eiga sér
uppruna hjá þessu vinstrisinnaða menntafólki. Eg nefni tvær þeirra, Aktív-
ismann og Nýja staðreyndastefnu”, sem dæmi um að pólitísk hneigð, hversu
byltingarsinnuð sem hún kann að vera, hefur gagnbyltingarsinnuð áhrif jafn
lengi og rithöfundurinn telur að samstaða sín með verkalýðsstéttinni byggist
eingöngu á eigin afstöðu, en ekki á stöðu hans sem framleiðanda.
Slagorðið sem birtir kröfur Aktívismans í hnotskurn er „Logokratie“, eða
á íslensku „andinn í öndvegi". Þetta er gjarnan túlkað sem „andans menn“ í
öndvegi. Hugmyndin um „andans menn“ hefur raunar fest rætur í röðum
vinstri sinnaðs menntafólks og ræður ríkjum í stefnuskrám þess allt frá
Heinrich Mann til Döblin.9 Það þarf ekki miklar vangaveltur til að sjá að
með hugtaki þessu er ekkert tillit tekið til stöðu menntafólks í framleiðslu-
ferlinu. Hiller, hugmyndafræðingur Aktívismans, lítur sjálfur ekki á „and-
ans menn“ „sem fólk í ákveðnum starfsgreinum," heldur sem „fulltrúa
ákveðinnar manngerðar“. Þessi manngerð stendur sem slík auðvitað utan
stétta. Henni tilheyrir ótiltekinn fjöldi einangraðra einstaklinga sem ekki
bera við að skipuleggja sig innbyrðis. Þegar Hiller lýsir vanþóknun sinni á
leiðtogum stjórnmálaflokkanna viðurkennir hann þó að þeir séu ýmsum
kostum búnir; þeir kunna „að búa yfir merkilegri vitneskju. . . , tala betur
til fólksins . . . , vera kokhraustari" en hann sjálfur, en eitt er hann viss um:
að „eitthvað skorti á að þeir hugsi“. Sjálfsagt er það rétt, en hvað stoðar það
þegar það eru ekki þankar einstaklingsins sem máli skipta í stjórnmálum,
heldur listin að hugsa í höfðum annars fólks, eins og Brecht orðaði það
einhverju sinni.10 Aktívisminn tók sér fyrir hendur að leysa díalektíska
efnishyggju af hólmi með heilbrigðri mannlegri skynsemi sem er óskil-
greinanleg í stéttarlegum skilningi. „Andans menn“ stefnunnar eru þegar
best lætur fulltrúar ákveðinnar afstöðu. Með öðrum orðum: grundvallar-
467