Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Qupperneq 15
Dauba leikhúsið
Vagtangovs á Prinsessunni Turandot frá 1922 og sýningar Stanislavskýs
sjálfs, varðveittar af óaðfinnanlegri ræktarsemi. — Þessar sýningar sem
þóttu hrífandi nýjungar á sínum tíma höfðu aðeins sögulegt gildi í mínum
augum. í leikhúsinu í Stratford þar sem við höfum áhyggjur af því að
sýningar séu ekki leiknar nógu lengi og leikhúsið missi einhverjar tekjur af
miðasölu tökum við næstum vísindalega á málinu. Þar höfum við orðið
sammála um að ein sviðsetning geti lifað í hæsta lagi fimm ár. Þá eru ekki
aðeins hárgreiðslur og föt farin að verka gamaldags heldur einnig ýmis
fínleg atriði í samskiptum og hegðan persónanna sjálfra. Tímarnir breytast,
leikarar og áhorfendur verða stöðugt fyrir nýjum áhrifum og ný leikrit,
aðrar listir, fjölmiðlar og almennir viðburðir flytja með sér ný sannindi sem
hafa í för með sér gagngerar breytingar á lífi og hugsun okkar allra. Einhver
tískuhönnuður tekur upp hjá sér að nú sé öld stígvélanna runnin upp og
fram hjá þeirri ákvörðun gengur enginn, allra síst í leikhúsi sem vill
endurspegla mannlíf samtímans. I leikhúsinu er allt undirorpið látlausri
endurskoðun og sú endurskoðun hlýtur að bera mark alls sem gerist í um-
hverfi þess og hefur áhrif á daglegt líf fólks.
Engu að síður er leikhúsið annað og meira en tískuhús, ofurselt duttl-
ungum samtímans; sömu grundvallarþættirnir hafa stjórnað leikrænu
athæfi frá örófi alda. Hins vegar geta menn vart gert verri mistök en að
reyna að greina þessi eilífu sannindi frá breytingum yfirborðsins. Slík firra
er iðulega undirrót dauðs leikhúss. andspænis þessum vanda standa menn
oftast nær ráðþrota. Til dæmis er almennt viðurkennt að leikstjórum og
leikmyndateiknurum sé frjálst, og reyndar skylt, að endurnýja leikmynd,
búninga og tónlist. En þegar kemur að afstöðu og hegðun persónanna eru
menn óákveðnari og hneigjast helst að því að þau atriði megi tjá á svipaðan
hátt og alltaf áður, með algerri undirgefni við texta skáldsins.
En hefðin verður alls ekki sökuð um að vera helsti þrándur í götu lifandi
leikhúss. Dauðinn er alls staðar að verki: í skipan menningarmála, vana-
bundnum hugmyndum okkar um listir, efnahagslegri stöðu þeirra, hlut
leikarans, hlutverki gagnrýnandans. Og jafnvel í dauðu leikhúsi getur
einstaka lífsneista brugðið fyrir sem yljar manni um hjartarætur stutta
stund.
Orsakir leikhússdauðans
í New York er orsökina að dauða leikhúsanna örugglega að finna í efnahag
þeirra. Ég er ekki að segja að allt sem er gert þar sé slæmt, en ef ekki er hægt
að æfa sýningu lengur en í þrjár vikur af fjárhagslegum ástæðum er verr af
stað farið en heima setið. Vissulega er ekki allt fengið með nægum tíma;
auðvitað er ekki vonlaust að ná undraverðum árangri á þremur vikum. I
381