Tímarit Máls og menningar - 01.09.1982, Side 100
Tímarit Máls og menningar
móthverfur, sem stuðluðu að frjósamari víxlverkun á farsælli tímabilum,
orðnar að óleysanlegum andstæðum. Þannig rofna tengslin milli vísinda og
fagurbókmennta, gagnrýni og framleiðslu, menntunar og stjórnmála á
tætingslegan og ruglingslegan hátt. Dagblaðið er vettvangur þessarar bók-
menntalegu ringulreiðar. Innihald þess er „efni“, sem ekki fylgir öðru
skipulagi en því sem óþreyja lesandans heimtar. Þetta er ekki bara óþreyja
stjórnmálamannsins, sem sækist eftir upplýsingum, eða fjármálamannsins,
á höttunum eftir vísbendingu um fjárfestingu, heldur líka þess utangarðs-
fólks, sem telur sig hafa rétt til að taka til máls um hagsmuni sína. Þar eð
ekkert bindur lesandann við blað sitt eins sterkum böndum og þessi
óþreyja eftir nýrri daglegri næringu, hafa ritstjórnirnar fyrir löngu fært sér
þetta í nyt og bjóða honum sífellt fleiri dálka fyrir spurningar, skoðanir og
andóf. Handahófsleg staðreyndasöfnun helst sem sagt í hendur við álíka
tilviljunarkennda söfnun lesenda, sem um leið fara að líta á sig sem
þátttakendur. I þessu felst hins vegar díalektískur þáttur: hnignun bók-
menntanna í borgaralegri blaðaútgáfu reynist vera uppskriftin að endur-
reisn þeirra í hinni sovét-rússnesku. Um leið og bókmenntirnar vinna upp í
breidd það sem þær tapa í dýpt, hverfur í sovéskri blaðaútgáfu sá greinar-
munur milli höfundar og lesenda sem borgaraleg blaðaútgáfa heldur fast í
af gömlum vana. Lesandinn er jú hvenær sem er reiðubúinn til að verða
höfundur, hvort sem hann segir frá eða fyrir verkum. Hann öðlast sem
sérfræðingur, ekki í ákveðnu fagi, heldur í krafti starfsreynslu sinnar, rétt
til höfundartitils. Vinnunni sjálfri er léð rödd. Hluti af hæfileikum manns
til að vinna ákveðið verk er að geta lýst því í orðum. Nú byggist rétturinn
til bókmenntalegrar tjáningar fremur á fjöltæknilegri þjálfun en bók-
menntalegri sérhæfingu: hann er því allra eign. Það er m. ö. o. bók-
menntatjáning lífsafstæðnanna sem sigrast á annars ósættanlegum andstæð-
um, og það er á vettvangi taumlausrar niðurlægingar orðsins — þ. e. a. s. í
dagblaðinu — sem lögð eru drög að björgun þess.“
Eg vona að ég hafi með þessu sýnt fram á að ef skoða á höfundinn sem
framleiðanda þá verður að taka mið af dagblaðaútgáfunni. Enda má sjá á
dagblaðaútgáfunni, a. m. k. þeirri sovétrússnesku, að umbyltingin stór-
kostlega, sem ég talaði um áðan, lætur sér ekki nægja að varpa fyrir borð
hefðbundnum greinarmun á bókmenntategundum, á rithöfundi og skáldi,
á vísindamanni og uppfræðara, heldur grefur hún meira að segja undan
þeim vegg sem er á milli höfundar og lesanda. Dagblaðaútgáfan er besti
mælikvarðinn á þessa þróun, og þess vegna hlýtur athyglin að beinast að
henni þegar litið er á höfundinn sem framleiðanda.
Það er hins vegar ekki hægt að láta hér staðar numið. Enda er dagblaðið í
466