Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Page 31

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Page 31
Hugsjón Goethes varpa ljósi á takmarkanir þess skoðunarmáta í eins konar umbótaskyni, vegna þess að bókmenntarýnir á ekki kost á öðrum jafnfrjóum. Námsárin eru firnalöng bók, tæpar þúsund síður, og næstum því jafn- leiðinleg og Ævi Johnsons eftir Boswell; einhvern veginn saknar maður ástríðna Werthers unga eða hrekkvísi Mefistós í Fást. Verkið kom út á árunum 1794 — 1796, einhverjum mestu umbrotaárum Evrópu, og uppistaða þess er þroskaferill aðalpersónunnar Vilhjálms Meisters. Hann er dreyminn kaupmannssonur, ógurlega veikur fyrir öllu því sem tengist leikhúsi, þ. á m. leikkonum, en heldur lítið gefinn fyrir verslunarstörfin. Við fylgjum honum á langri leið að heiman, á þvælingi með farandleik- flokki, uns hann kemst í félagsskap útvalinna þar sem hann nær því jafnvægi milli hugsjóna og praktísks starfs, sem Goethe taldi aðalsmerki mannlegs þroska. Það er ekkert smáræði sem höfundur ætlar sér með verkinu, sbr. orð Kristins E. Andréssonar í Nýjum augum: „. . . megin- efnið er að kanna þroskamöguleika einstaklingsins við þessi sögulegu tímamót og meta hlut nauðsynjar og tilviljana og sjá í hverju örlög mannsins eru fólgin og hvað ráði gerðum hans.“J En hvað er þroski á þessum tíma, áður en þroskaþjálfun varð sérstök atvinnugrein, og hvernig má öðlast hann? Myndin af Þýskalandi Goethes Þjóðverjinn Leo Löwenthal (f. 1900), sem reyndar hefur búið í Bandaríkj- unum sl. 50 ár, er með merkustu brautryðjendum á sviði félagslegra bókmenntarannsókna, þótt hann sé ekki jafn þekktur og Georg Lukács. Hann var um áratugaskeið náinn samstarfsmaður þeirra Max Horkheimers og T. W. Adornos, fyrst við Rannsóknarstofnun í samfélagsfræðum í Frankfurt, síðar í útlegðinni í Ameríku. Um það leyti sem Halldór Laxness skrifaði Alþýðubókina var Löwenthal að feta sig áfram með marxíska bókmenntarýni, og samdi ritgerðaröð um þýskar 19. aldar bókmenntir; nokkrar birtust í tímaritum og aðrar voru fluttar sem fyrirlestrar hjá fræðslusambandi verkamanna. í einni ritgerðinni fjallar hann um Goethe, og hefur hana á ræðu um eymd og volæði þýskar borgarastéttar á sama tíma og sú franska stóð í stórræðum. Bæði í efnahagsmálum og pólitík stóðu þjóðverjar frökkum langt að baki. Af einhverjum ástæðum hefur það alltaf farið mjög í taugar marxista, hvað þýskir borgarar voru sáttir við hlutskipti sitt á þessum tíma sem auðmjúkir verslunar- og iðnaðarmenn á víð og dreif um ótal furstadæmi. Að vísu gætti nokkurs óþols í þeirri borgaralegu hugsjónahreyfingu sem kenndi sig við Sturm und Drang, en að lokum sukku flestir liðsmenn hennar niður í spillingarfen eða frömdu 525
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.