Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Blaðsíða 41

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Blaðsíða 41
Hugsjón Goethes Frímúrarar og skáldsagnagerð í uppgjörinu við lénsveldið og gildi þess á 18. öld fengu hugtök einsog þróun og þroski nýja, veraldlega merkingu, sjálfsafneitun á leið til guðs víkur fyrir hugmyndum um jarðneska hamingju hvers einstaklings. Hug- myndin um vaxandi þroska einstaklingsins er ekki bara leiðarljós Námsár- anna, hún ræður líka byggingu verksins. I lok þess kemst lesandinn að því að leyniregla sem kennir sig við Turn hefur fylgt Vilhjálmi hvert fótmál, útsendarar hennar hafa í ýmsum gervum boðað honum skynsemistrú á leiðinni, svo hann geti valið þá lífsbraut sem er eðli hans samkvæm. I lok bókarinnar fær Vilhjálmur meira að segja að sjá handrit þar sem öll þroskabraut hans hefur verið skráð fyrirfram, leynireglan hefur ráðið framvindu sögunnar. Turninn er einhvers konar frímúrararegla. 18. öldin var stór öld fyrir frímúrara, félagsskapur þeirra efldist þá gífurlega. Sjálfur gerðist Goethe frímúrari árið 1780, og tveimur árum síðar var hann gerður að meistara reglunnar. Danski fræðimaðurinn Aage Henriksen segir í ritgerð um frímúrara á þessum tíma að þeir hafi „einkum fengist við uppeldi fullorð- inna.“21 Hann telur að Námsárin séu uppbyggð samkvæmt ritúölum sem kennd eru við Jóhannes skírara, og sem lýsa menntun lærlings sem verður sveinn og loks meistari. Ber nú allt að sama brunni: hlutverk listamanna við furstahirðir og hlutverk frímúrara í samfélaginu á síðasta skeiði lénsveldis. Goethe hefur auðvitað margt viturlegt að segja um námsár höfuðpersónu sinnar, en bygging sögunnar er öll fremur laus í reipunum, einn viðburður rekur annan og tengingar eru oft með glannalegasta móti (frá sjónarhóli síðari tíma skáldsagna). Nútímalesanda finnst margt til í orðum svissneska germanistans Emils Staigers um Vilhjálm eftir að hann hefur sagt skilið við leikhúsið: „I stað þess að lifa virðist hann vera að ljúka ákveðnu námsefni.“22 Staiger segir ennfremur að Vilhjálmur sé að lokum kominn í félagsskap svo framúrskarandi þroskaðs fólks, að hvorki höfundur né lesendur geti náð upp í það. Þegar svo er komið hafa þær persónur sem voru fulltrúar lægri þrepa á þroskabraut Vilhjálms horfið úr iífi hans. Philine sem heillaði hann forðum er gift, á von á barni og hefur glatað æskufegurð sinni (maðurinn hennar segir um hana: „Það er ekki hægt að hugsa sér neitt ólögulegra og hlægilegra í þessum heimi en hana“); dularfulla stúlkan Mignon, sem Vil- hjálmur hafði tekið að sér og sem „ekkert var nema djúp þrá“ er dáin. Þess má geta að tvær af persónum bókarinnar, Mignon og gamall hörpuleikari, eru sóttar til rómantíkurinnar, enda voru rómantísku höfund- arnir hrifnastir af þeim. En sú heillandi kona Philine hefur greinilega sett túlkendur í nokkurn vanda: Staiger segir að hún sé eins konar leif frá 535
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.