Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Page 49
Ljón á Vesturgötunni
lángri kylfu og ótrúlega stórum hanska og bolta sem var í laginu
einsog ílla sniðinn blóðmörskeppur. Ekta beisbolhanski, var úr-
skurður hins fjölfróða Arnars feita. Aðeins einn galli var á boltanum,
það var ekki hægt að sparka honum einsog venjulegum bolta, hann
fór aldrei í þá átt sem honum var ætlað að fara. Kylfan kom hinsvegar
í góðar þarfir í hverfaslagsmálum og var frábært verkfæri tilað rota
marsadóna niðrá bryggju.
— Þú hreyfir þig svo hægt að maður gæti haldið sig vera að horfa á
bíómynd afturábak, sagði móðirin. Segðu honum afa þínum að Nína
sé hágrátandi og það sé saltkjöt í kvöldmatinn. Ef hann ansar því ekki
verð ég óð.
Drengurinn var loksins kominn í strigaskóna og hafði reimað
undir iljarnar. Að vísu vilja reimar merjast þegar reimað er undir
ilina, en svona reima knattspyrnumenn og því verður ekki breytt.
Drengurinn rétti fram höndina og snéri lófanum upp.
— Hvað sé ég, sagði móðirin og gerði sér upp stóra furðu, búinn
að þvo sér um hendur!
— Kex eða peníng, sagði drengurinn.
— A ekki kexköku þótt það ætti að drepa mig, sagði móðirin.
— Þá fer ég ekki fet, sagði drengurinn, settist aftur við eldhúsborð-
ið, opnaði Vikuna og sökkti sér niðrí greinina um eitraðasta bit á
jarðríki, mannsbitið.
Móðirin reyndi að toga hann á fætur, en hann breytti sér óðar í
fjögurhundruðtonna blýklump, svo hún gafst upp; varð hugsi á svip;
fór síðan framí gáng og rótaði í vösum sínum drjúga stund.
— Litli fjárkúgari, sagði hún þegar hún snéri aftur og hélt
fimmkalli fyrir framan nefið á honum. Hvað segirðu þá?
— Er ég sá eini sem alltaf á að þakka?
— Það er góður siður að þakka fyrir sig, sagði móðirin.
— Eg gef skít í það, sagði drengurinn.
— Hver var að tala? spurði móðirin og hleraði í allar áttir með
undrunarsvip á andlitinu.
— Þú heyrðir það, sagði drengurinn. Þið eyðið peníngum einsog
ykkur sýnist og þakkið engum.
— Eg gef skít í það, sagði móðirin.
— Þið vilduð eiga mig, sagði drengurinn, ekki bað ég um að fæðast
hjá ykkur.
543