Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Qupperneq 49

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Qupperneq 49
Ljón á Vesturgötunni lángri kylfu og ótrúlega stórum hanska og bolta sem var í laginu einsog ílla sniðinn blóðmörskeppur. Ekta beisbolhanski, var úr- skurður hins fjölfróða Arnars feita. Aðeins einn galli var á boltanum, það var ekki hægt að sparka honum einsog venjulegum bolta, hann fór aldrei í þá átt sem honum var ætlað að fara. Kylfan kom hinsvegar í góðar þarfir í hverfaslagsmálum og var frábært verkfæri tilað rota marsadóna niðrá bryggju. — Þú hreyfir þig svo hægt að maður gæti haldið sig vera að horfa á bíómynd afturábak, sagði móðirin. Segðu honum afa þínum að Nína sé hágrátandi og það sé saltkjöt í kvöldmatinn. Ef hann ansar því ekki verð ég óð. Drengurinn var loksins kominn í strigaskóna og hafði reimað undir iljarnar. Að vísu vilja reimar merjast þegar reimað er undir ilina, en svona reima knattspyrnumenn og því verður ekki breytt. Drengurinn rétti fram höndina og snéri lófanum upp. — Hvað sé ég, sagði móðirin og gerði sér upp stóra furðu, búinn að þvo sér um hendur! — Kex eða peníng, sagði drengurinn. — A ekki kexköku þótt það ætti að drepa mig, sagði móðirin. — Þá fer ég ekki fet, sagði drengurinn, settist aftur við eldhúsborð- ið, opnaði Vikuna og sökkti sér niðrí greinina um eitraðasta bit á jarðríki, mannsbitið. Móðirin reyndi að toga hann á fætur, en hann breytti sér óðar í fjögurhundruðtonna blýklump, svo hún gafst upp; varð hugsi á svip; fór síðan framí gáng og rótaði í vösum sínum drjúga stund. — Litli fjárkúgari, sagði hún þegar hún snéri aftur og hélt fimmkalli fyrir framan nefið á honum. Hvað segirðu þá? — Er ég sá eini sem alltaf á að þakka? — Það er góður siður að þakka fyrir sig, sagði móðirin. — Eg gef skít í það, sagði drengurinn. — Hver var að tala? spurði móðirin og hleraði í allar áttir með undrunarsvip á andlitinu. — Þú heyrðir það, sagði drengurinn. Þið eyðið peníngum einsog ykkur sýnist og þakkið engum. — Eg gef skít í það, sagði móðirin. — Þið vilduð eiga mig, sagði drengurinn, ekki bað ég um að fæðast hjá ykkur. 543
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.