Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Side 50

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Side 50
Tímarit Máls og menningar Móðirin horfði á drenginn og tvær lóðréttar rákir mynduðust milli augnabrúnanna og hún sagði einsog við sjálfa sig: Hver er svona? — Hvernig? — Einsog þú? — Hvernig er ég? Þá snéri hún baki í drenginn, tók að blístra og horfa útum gluggann. — Ertu að grenja? spurði drengurinn. — Það mundi þér líka, sagði móðirin. — Hvernig er ég? spurði drengurinn. — Þversum, sagði móðirin. Gerðu einsog ég bað þig. — Er ég þá þversum? spurði drengurinn. — Já, þversum, sagði móðirin. Farðu frá augunum á mér. Drengurinn drattaðist útum dyrnar. Hann var ekki glaður þótt hann héldi á fimmkalli. Stefaníubúð var neðar í götunni, gömul einsog eigandinn hún Stefanía kaupmaður. Oskar búðarmaður í Stefaníubúð var kannski ekki mjög gamall, en hann hafði heldur aldrei verið mjög úngur, það þóttist drengurinn vita. Óskar tók í nefið og vörina og byggði á handarbakinu listræna tóbaksgarða sem hann síðan saug með hrylli- legum hljóðum lángt uppí höfuð svo tárin spruttu fram og láku úr augnkrókunum niður kinnarnar. Þegar drengurinn gekk inní Stefaníubúð sátu kallarnir úr Vélsmiðjunni sem oftar á goskössunum á gólfinu og hvíldu bakið við brennheitan ofninn og átu Maltakex og kókosbollur og supu Egils- appelsín og reyktu sígarettur og vindla og vinnugallarnir þeirra voru svartir og glönsuðu af olíu og ilmuðu eftir því. — Brúnt kex fyrir fimmkall, sagði drengurinn við Óskar búð- armann. — Mér þykir þú efnaður í dag, sagði Óskar og renndi rasskinninni ofanaf borðshorninu. — Brúnt kex fyrir fimmkall, endurtók drengurinn. — Þú færð orma í magann af öllu þessu brúnkexi, sagði Óskar, og bjó til stút á munninn og lokaði öðru auganu og miðaði á dall sem stóð innanvert við búðarborðið og sendi munnfylli af brúnum tóbakslegi í glæsilegum boga í dallinn; þurrkaði sér síðan um hökuna með skellóttri erminni á sloppnum sem eittsinn hafði verið hvítur. 544
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.