Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Síða 78

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Síða 78
Ólafur Jónsson Eins og á vígvelli Um Sögu um glœp eftir Sjöwall og Wahlöö Hann hafði ekki brúk fyrir bókmenntir. Baskur las hann sér til skemmtunar. (Luktar dyr) Sakamálasögur eru ein aðalgrein nútíma-skáldsagna — minnsta kosti ef litið er á fyrirferð þeirra á bókamarkaði, útbreiðslu á meðal lesenda og al- þýðuhylli sem þær njóta. Það er svo annað mál að fæstar sakamálasögur eru metnar til jafns við hinar viðteknu, skapandi skáldbókmenntir á hverjum tíma á mælistiku sem borgaralegt bókmenntamat, sem svo má kalla, lætur í té. Nú eru sakamálasögur aðeins ein grein miklu fjölbreyttari afþreyingar- eða skemmtibókmennta sem úir og grúir af allt í kringum okkur. Aðal- deildir eða höfuðgreinar þessara bókmennta má kannski kalla tvær, annars- vegar spennu- og átakasögur, sem rúma á meðal annars sakamálasögur, en líka njósnasögur, sem í seinni tíð hafa leyst hina hefðbundnu sakamálasögu af hólmi á markaðnum, og ýmsar fleiri undirdeildir; og svo hinsvegar ástar- og tilfinningasögur sem líka má að sínu leyti skipa niður í hina og þessa undirflokka. Og milli þessara aðalgreina rúmast margvíslegar skemmtisögur aðrar sem með ýmsu móti blanda söguefnum spennu- og tilfinningasagna, oft undir yfirvarpi raunsæislegrar samtíðarlýsingar; einatt þykjast slíkar sögur lýsa atburðum, gerast í umhverfi í náinni líkingu við veruleikann sjálfan og okkar eigið samfélag eins og það birtist t. d. í fréttum og frásögnum fjölmiðla, og þá ekki síður í auglýsingum þeirra. Af þessu tagi eru ýmsar þær tísku- og sölusögur sem hæst hefur borið á bókamarkaði og í framhaldi þess á bíó á undanförnum árum, frægasta dæmið kannski sagan um guðföðurinn, The Godfather eftir Mario Puzo. Ef njósnasagan er að taka við af sakamálasögunni þá er kannski sölusagan að leysa hina hefðbundnu ástarsögu af hólmi á meðal lesenda, og gerast báðar í sama alþjóðlega heimi stríðs og friðar, tísku og neyslu, fréttanna og aug- lýsinganna. En sammerkt eiga skemmtibókmenntirnar, allar greinar og afbrigði þeirra í því að þær eru umfram allt neysluvara, samdar og settar á markað, seldar og keyptar í því skyni að veita sívaxandi skara lesenda afþreyingu, hvíld og uppléttingu af fyrirfram tilgreindu tagi. Til að 572
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.