Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Qupperneq 78
Ólafur Jónsson
Eins og á vígvelli
Um Sögu um glœp eftir Sjöwall og Wahlöö
Hann hafði ekki brúk fyrir bókmenntir.
Baskur las hann sér til skemmtunar.
(Luktar dyr)
Sakamálasögur eru ein aðalgrein nútíma-skáldsagna — minnsta kosti ef litið
er á fyrirferð þeirra á bókamarkaði, útbreiðslu á meðal lesenda og al-
þýðuhylli sem þær njóta. Það er svo annað mál að fæstar sakamálasögur eru
metnar til jafns við hinar viðteknu, skapandi skáldbókmenntir á hverjum
tíma á mælistiku sem borgaralegt bókmenntamat, sem svo má kalla, lætur í
té.
Nú eru sakamálasögur aðeins ein grein miklu fjölbreyttari afþreyingar-
eða skemmtibókmennta sem úir og grúir af allt í kringum okkur. Aðal-
deildir eða höfuðgreinar þessara bókmennta má kannski kalla tvær, annars-
vegar spennu- og átakasögur, sem rúma á meðal annars sakamálasögur, en
líka njósnasögur, sem í seinni tíð hafa leyst hina hefðbundnu sakamálasögu
af hólmi á markaðnum, og ýmsar fleiri undirdeildir; og svo hinsvegar ástar-
og tilfinningasögur sem líka má að sínu leyti skipa niður í hina og þessa
undirflokka. Og milli þessara aðalgreina rúmast margvíslegar skemmtisögur
aðrar sem með ýmsu móti blanda söguefnum spennu- og tilfinningasagna,
oft undir yfirvarpi raunsæislegrar samtíðarlýsingar; einatt þykjast slíkar
sögur lýsa atburðum, gerast í umhverfi í náinni líkingu við veruleikann
sjálfan og okkar eigið samfélag eins og það birtist t. d. í fréttum og
frásögnum fjölmiðla, og þá ekki síður í auglýsingum þeirra. Af þessu tagi
eru ýmsar þær tísku- og sölusögur sem hæst hefur borið á bókamarkaði og í
framhaldi þess á bíó á undanförnum árum, frægasta dæmið kannski sagan
um guðföðurinn, The Godfather eftir Mario Puzo. Ef njósnasagan er að
taka við af sakamálasögunni þá er kannski sölusagan að leysa hina
hefðbundnu ástarsögu af hólmi á meðal lesenda, og gerast báðar í sama
alþjóðlega heimi stríðs og friðar, tísku og neyslu, fréttanna og aug-
lýsinganna. En sammerkt eiga skemmtibókmenntirnar, allar greinar og
afbrigði þeirra í því að þær eru umfram allt neysluvara, samdar og settar á
markað, seldar og keyptar í því skyni að veita sívaxandi skara lesenda
afþreyingu, hvíld og uppléttingu af fyrirfram tilgreindu tagi. Til að
572