Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Side 81
Eins og á vígvelli
líku við til dæmis Agöthu Christie, Georges Simenon eða Mickey Spillane.
Samt sem áður fjalla öll þessi rit sem nú voru nefnd um morð og manndráp
og afleiðingar þeirra, og mætti satt að segja hugsa sér reglufastar sakamála-
sögur upp úr frásagnarefni þeirra allra. Eftir Dostoévskí sá ég einhverstaðar
haft að bækur yrðu fyrir hvern mun að vera skemmtilegar, og hafi hann í því
skyni komið fyrir morði í hverri sögu sem hann samdi. Þetta má vel vera
rétt eftir haft. En þá er líka nærtækt að spyrja hvað það sé sem geri morð og
manndráp svona skemmtileg. Af hverju stafar aðdráttarafl sakamálasagna
sem sérhæfa sig um þetta söguefni — morðið, leitina að morðingjanum,
uppljóstrun morðsins?
Skemmtibókmenntir aðgreinast frá skáldbókmenntum á meðal annars af
þeirri orsök að í hverri einstakri grein þeirra, sakamálasögum, njósnasögum,
ástarsögum og svo framvegis, gilda alveg ákveðnar leik- eða starfsreglur um
val, meðferð, úrlausn frásagnarefnis. Þetta eiga skemmtibókmenntir okkar
daga vel að merkja sammerkt við ýmislega munnlega sagnaskemmtun og þar
á meðal þjóðsögur og ævintýri fyrri daga. Þessvegna eru líka bók-
menntagreinar miklu fastmótaðri innan skemmtibókmennta en
skáldbókmenntanna. Og ætla má að formúlur eða forskriftir þær sem gilda í
hverri slíkri sagnagrein séu sprottnar af tilætluðu hlutverki, notagildi þeirra
fyrir lesendurna.
Ein af frumreglum skemmtibókmenntanna er farsæll endir hverrar sögu:
réttir elskendur ná ævinlega saman í ástarsögum; það kemst um síðir upp
um morðingjann og tildrög morðsins eru upplýst í sakamálasögu. Anægja
okkar af lestrinum stafar áreiðanlega af öðrum ástæðum en óvissu um
úrlausn söguefnis og afdrif sögufólks. Að vísu eru sumar sakamálasögur
samdar eins og gáta væri, og á lesandinn af heimildum í frásögninni að geta
ráðið í lausn hennar áður en kemur að uppljóstrun morðs og morðingja í
sögulokin. En það má draga í efa að hylli til dæmis klassísku ensku
sakamálasögunnar, allt frá Sherlock Holmes til Hercule Poirots og Miss
Marple, stafi af því að lesendur séu alltaf að æfa í sér getspekina á sögunum.
Satt að segja eru það næsta fáar sögur af þessu tagi sem standast svo
gagnrýninn lestur. Aðrar sögur, svo sem eins og harðsoðna ameríska
sakamálasagan eða ýmsar lögreglusögur á seinni árum, og þar með sögurnar
eftir Sjöwall og Wahlöö, gefa lesendum engan kost á því að ráða gátuna í
sögunni; lausn hennar kemur eins og þrumufleygur í sögulokin. Sönnu nær
að markmið sakamálasögunnar og gildi hennar fyrir lesandann liggi í
spennu sem hún myndar með frásögninni og miðlar lesanda með sér í
lestrinum, tekur hug okkar fanginn og bergnemur með sér á meðan við
lesum. Sjálf þessi sefjun, gleymska og hvíld í lestrinum, er markmið bæði
sögu og lesanda. Þetta eiga spennusögur auðvitað sammerkt við aðrar
575