Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Side 81

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Side 81
Eins og á vígvelli líku við til dæmis Agöthu Christie, Georges Simenon eða Mickey Spillane. Samt sem áður fjalla öll þessi rit sem nú voru nefnd um morð og manndráp og afleiðingar þeirra, og mætti satt að segja hugsa sér reglufastar sakamála- sögur upp úr frásagnarefni þeirra allra. Eftir Dostoévskí sá ég einhverstaðar haft að bækur yrðu fyrir hvern mun að vera skemmtilegar, og hafi hann í því skyni komið fyrir morði í hverri sögu sem hann samdi. Þetta má vel vera rétt eftir haft. En þá er líka nærtækt að spyrja hvað það sé sem geri morð og manndráp svona skemmtileg. Af hverju stafar aðdráttarafl sakamálasagna sem sérhæfa sig um þetta söguefni — morðið, leitina að morðingjanum, uppljóstrun morðsins? Skemmtibókmenntir aðgreinast frá skáldbókmenntum á meðal annars af þeirri orsök að í hverri einstakri grein þeirra, sakamálasögum, njósnasögum, ástarsögum og svo framvegis, gilda alveg ákveðnar leik- eða starfsreglur um val, meðferð, úrlausn frásagnarefnis. Þetta eiga skemmtibókmenntir okkar daga vel að merkja sammerkt við ýmislega munnlega sagnaskemmtun og þar á meðal þjóðsögur og ævintýri fyrri daga. Þessvegna eru líka bók- menntagreinar miklu fastmótaðri innan skemmtibókmennta en skáldbókmenntanna. Og ætla má að formúlur eða forskriftir þær sem gilda í hverri slíkri sagnagrein séu sprottnar af tilætluðu hlutverki, notagildi þeirra fyrir lesendurna. Ein af frumreglum skemmtibókmenntanna er farsæll endir hverrar sögu: réttir elskendur ná ævinlega saman í ástarsögum; það kemst um síðir upp um morðingjann og tildrög morðsins eru upplýst í sakamálasögu. Anægja okkar af lestrinum stafar áreiðanlega af öðrum ástæðum en óvissu um úrlausn söguefnis og afdrif sögufólks. Að vísu eru sumar sakamálasögur samdar eins og gáta væri, og á lesandinn af heimildum í frásögninni að geta ráðið í lausn hennar áður en kemur að uppljóstrun morðs og morðingja í sögulokin. En það má draga í efa að hylli til dæmis klassísku ensku sakamálasögunnar, allt frá Sherlock Holmes til Hercule Poirots og Miss Marple, stafi af því að lesendur séu alltaf að æfa í sér getspekina á sögunum. Satt að segja eru það næsta fáar sögur af þessu tagi sem standast svo gagnrýninn lestur. Aðrar sögur, svo sem eins og harðsoðna ameríska sakamálasagan eða ýmsar lögreglusögur á seinni árum, og þar með sögurnar eftir Sjöwall og Wahlöö, gefa lesendum engan kost á því að ráða gátuna í sögunni; lausn hennar kemur eins og þrumufleygur í sögulokin. Sönnu nær að markmið sakamálasögunnar og gildi hennar fyrir lesandann liggi í spennu sem hún myndar með frásögninni og miðlar lesanda með sér í lestrinum, tekur hug okkar fanginn og bergnemur með sér á meðan við lesum. Sjálf þessi sefjun, gleymska og hvíld í lestrinum, er markmið bæði sögu og lesanda. Þetta eiga spennusögur auðvitað sammerkt við aðrar 575
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.