Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Qupperneq 92

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Qupperneq 92
Tímarit Máls og menningar slíkra sagna beinlínis að markmiði frásögunnar og semja skemmtisögur sem í verki hefðu sambærilegt notagildi við skapandi skáldbókmenntir. Til þess að koma á framfæri við lesendur, sem ekki njóta góðra bóka ella, boðskap sínum, skilningi á manninum, samfélaginu, heiminum sem við byggjum, og stuðla þar með eftir mætti að breytingu hans til bóta. Er þetta hægt? Það er að sönnu margt hægt að gera. Og mest undir lesanda komið hvað verður úr. Ekki fer það neitt á milli mála, til dæmis, að í heilu líki birtist í Sögu um glæp býsna fjölbreytt og víðtæk lýsing aldarfars í Svíþjóð á tíma sögunnar. Ekki nóg með að víða í sögunum geti staðkunnugur maður þekkt sig í landslagi, landafræði þeirra, og hvað eftir annað sé höfðað beint og óbeint til raunverulegra atburða í samtíð þeirra. I og með fjölmörgum einstökum atvikum og mannlýsingum, umfram sjálft aðalefni hverrar sögu, tekst Sögu um glæp greiðlega að færa lesanda heim sanninn um mannlíf og umhverfi, fólk og samfélagshætti sem nema má ef ekki sem raunréttan veruleika þá raunhæfa eftirmynd hans. Það er skilmerkilega frá öllu þessu sagt. En frásögnin er aldrei hlutlaus, efnið lýtur ævinlega ritstjórn, markvísri stílfærslu og þar með túlkun hins samfélagslega efnis. Asamt hinum augljósa stéttamun sakamanna, sem jafnframt verður æ skýrari eðlismunur þeirra þegar fram kemur í Sögu um glæp, er allur sami munur augljós á lýsingu alþýðumanna og yfirstéttarfólks þó það komi minna við söguna. Ljóst er að starfshópar eins og óbreyttir liðsmenn lögreglunnar, blaðamenn, læknar, svo ekki sé talað um embætt- ismenn í dómskerfinu og stjórnmálamenn, njóta ekki mikils álits í sögunni; og verða að vísu æ því meiri skrípi sem lengra líður á hana. Manngildismat má einatt ráða af klæðaburði, húsbúnaði, heimilisháttum, tískubundnum smekk á þessa og þvílíka hluti. Að baki hinni trúverðugu aldarfarslýsingu og mannlýsingum má greina að verki æ ráðnari skoðun stétta, manngerða og einstaklinga, svo einkar áþekkt formúlubundnum mannskilningi og mannlýsingum annarra skemmtibókmennta. Svipuðu máli gegnir um hugmyndaefni í sögunum. I Sögu um glæp er skoðunum lýst á öllum sköpuðum hlutum, umhverfismálum og borgar- skipulagi, lífsgæðakapphlaupi í neysluþjóðfélagi, stjórn og starfsháttum lögreglu, atvinnuháttum og viðskiptalífi, stjórnarfari í landinu, svo eitthvað sé nefnt með almennum orðum. I og með hinni víðtæku aldarfarslýsingu er hreyft háði, gagnrýni, ádeilu á fjölmörg kunnugleg fyrirbæri í samtíð lesandans, sumpart með og sumpart meðfram söguhetjunum, þó bein höfundarinnskot verði að vísu fyrirferðarmest í síðustu sögunum. Og hin almenna samtíðarádeila jafnan árétt með samanburði við fyrri daga, þegar allir hlutir voru í betra horfi. Sjálfar þessar hugmyndir, skoðanir sögunnar um stórt og smátt eru yfirleitt ekki neitt nýstárlegar; ekkert frekar en að 586
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.