Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Page 110
Tímarit Mdls og menningar
sérkennilegt í sögu eða fallið til þess að
halda ritgerð uppi. Grein um íslenska
stjórnmálahugsun og Jón Sigurðsson
byrjar til dæmis á þessum orðum (bls.
56):
Tæplega mun það geta leikið á tveim
tungum, að áratugirnir 1830—1850
séu eitthvert gróskumesta skeið á
pólitískum þroskaferli þjóðarinnar.
Tímabilið markast greinilega af
tveimur pólitískum viðburðum: Til-
skipun konungs 28. maí 1831 um
stofnun ráðgefandi stéttaþinga í veldi
Danakonungs, og þjóðfundinum 5.
júlí —9. ágúst 1851. A þeim tveimur
áratugum, sem skilja í sundur þessa
viðburði, varð íslensk stjórnmála-
hugsun til, samanslungin af íslensk-
um og erlendum toga.
Hér er efni greinarinnar markaður
skýr rammi, og það er örugglega
fegurðarsmekkur höfundar fremur en
staðreyndir sögunnar sem veldur því að
hann velur tvo þekkta atburði með ná-
kvæmlega tveggja áratuga millibili til að
smíða þennan ramma úr. Og þó getur
enginn sagt að hann geri staðreyndum
sögunnar neitt rangt til með því.
Ennfremur er Sverrir sérstaklega
laginn að birta glöggar myndir af
söguefni sínu með hnyttilegum tilvitn-
unum í heimildir. Stjórnmálahugsun
Baldvins Einarssonar og annarra skyn-
semdarhyggjumanna hans tíma verður
tæpast betur lýst með öðru en fundar-
lokum í 3. árgangi Armanns á Alþingi
sem Sverrir tekur upp (bls. 62): „Nú sló
allur þingheimurinn hring um steininn
og kallaði: Vér strengjum þess heit hver
fyrir sig að byggja okkur kálgarð þegar
við getum komið því við, og að læra
garðyrkju!“ Það hafa vafalaust margir
sagnfræðingar verið þolinmóðari en
Sverrir að sitja á söfnum og lesa þykka
skjalabunka. En oft er eins og hann hafi
haft þefvísi til að finna nákvæmlega það
sem hann þurfti til að skrifa sterkt og
eftirminnilega um efnið. Þannig gerir
hann þeim stundum skömm til sem
halda að sagnfræði felist í þvi einu að éta
sig í gegnum sem mest af heimildum og
skila efni þeirra frá sér í sem óbreyttustu
formi, eins og ánamaðkurinn moldinni.
A hinn bóginn þykir mér iðulega nóg
um stílbrögð Sverris þegar kemur að
orðskrúði og líkingamáli. Tökum dæmi
(bls. 185):
Enn hafði iðnbylting Evrópu ekki
flætt yfir Danmörku, verksmiðjur og
véltækni voru aðeins eyjar í hafsjó
danskrar handiðju og borgarastéttin
mörkuð lággróðri handverksins, þótt
stórborgara gætti nokkuð innan fé-
sýslu og stórsöluverslunar.
Hér er iðnbyltingin flóð en einstök
tilfelli verksmiðjuiðnaðar eru land
(eyjar). Handiðjan er sjór og virðist þó
vaxin lággróðri. Síðan er öllu líkinga-
hrönglinu sleppt áður en málsgreininni
er lokið. Svona taumleysi í líkingamáli
er furðu algengt í greinum Sverris.
Þá vantar oft nokkuð á að greinarnar
séu í efnislegu jafnvægi frá upphafi til
enda. Inngangurinn að fyrra bindi
Blaðagreina Jóns Sigurðssonar er birtur
hér undir nafninu „Blaðamennska og
stjórnmálaskrif Jóns Sigurðssonar". Þar
er farið nokkuð víða og sums staðar
leiðst dálítið úr leið; til dæmis er langur
kafli um sögu Slesvíkur og Holsteins frá
því á 8. öld og fram um 1848. Hins vegar
er farið afar fljótt yfir síðustu árin á
stjórnmálaferli Jóns, stöðulög og stjórn-
arskrá. Inngangur að síðara bindinu er
604