Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Page 114
Tímarit Máls og menningar
þriðji heimurinn
kemur æpandi úr plakötum
veggjanna
byltingin betrekkt herbergi í
höfðinu
(Sendisveinninn, 16)
Oft er lítið látið með íslenska sér-
stöðu, samvestrænn „velferðar“ andinn
svífur yfir vötnunum:
heimurinn kemur
orwellsk hryllingsmynd
í úthverfum húsanna
en dapurleg er dýrðin
þegar skýin hafa dregið
stáliðjuver yfir heiminn
(Sendisveinninn, 37)
Annars sækir Einar efni í ljóð sín og
myndir vítt og breitt og festir þau þar
með betur við þann heim sem lesendur
byggja. Bókmenntirnar, tónlistin, kvik-
myndalistin, sagan — allt kemur þetta
honum að gagni: Baudelaire - Pound
— Prómeþeifur — atómskáldin — Bob
Dylan — Brecht — Korsokkoff — Clash
— Sinatra - dr. Jekyll og mr. Hyde —
Stalín — katakombur — ásvitsfangar -
Spartakus. Þessu blandar Einar öllu
saman af kúnst, nefnir beint eða vísar til
eftir atvikum og gefur þeim langt nef
sem hrista hausinn yfir Baudelaire og
Clash í sömu bók og skilja ekkert í
skáldinu sem þekkir bæði. Enda hefur
Einar verið nefndur „lært“ skáld sem má
teljast vafasamur heiður í þessu
samhengi því með því er verið að bása
menninguna hættulega niður og hleypa
inn á hana samkvæmt föstum aðgangs-
kortum „bókmenntastofnunarinnar".
Einar Már ræðst harkalega á íslenskt
þjóðfélag og sambærileg erlend og gerð
þeirra. í mörgu tilliti virðist mér hann
telja hana aðalmeinvættina og vera und-
irrót ýmissa þeirra meina sem ort er um.
„ljóð“ í „Sendisveininum“ sýnir þetta vel.
Ljóðið er þung ákæra á hendur kapít-
alísku þjóðfélagi með allsnægtum fárra
á kostnað margra. Gjaldið sem við
greiðum fyrir „húsgagnaverslun þar
sem enginn má setjast" er m. a. stórfellt
atvinnuleysi. Slík vandamál eru einmitt
ein gleggstu sjúkdómseinkenni kapítal-
ismans:
heimurinn kemur
orwellsk hryllingsmynd
í úthverfum húsanna
þú gætir öskrað
í söngkerfi eilífðarinnar
lagst fram á senu heimsins
og ælt yfir salina þar sem
tímanum var parkerað í
atvinnulausum augum þínum;
aðeins gítarstrengir
í blúslagi götunnar
í diskóveröld hvata þinna
í heimi
sem er einsog húsgagnaverslun
þar sem enginn má setjast
(37)
Samfélag sem elur af sér þá hyldjúpu
örvæntingu sem lýst er í ljóðinu á vissu-
lega skilið að því sé mótmælt eða
hafnað.
Kynslóbimar
Skammur tími leið frá útkomu „Sendi-
sveinsins" (og „Kórónafatanna") þangað
til „Róbinson“ sneri aftur og skyldleikinn
er augljós. Saman mynda þær býsna
heilsteyptan heim, verða skýrari hvor í
annarrar ljósi, „Róbinson" gefur „Sendi-
sveininum" meiri vídd og dýpt. Sem að
608