Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Síða 114

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Síða 114
Tímarit Máls og menningar þriðji heimurinn kemur æpandi úr plakötum veggjanna byltingin betrekkt herbergi í höfðinu (Sendisveinninn, 16) Oft er lítið látið með íslenska sér- stöðu, samvestrænn „velferðar“ andinn svífur yfir vötnunum: heimurinn kemur orwellsk hryllingsmynd í úthverfum húsanna en dapurleg er dýrðin þegar skýin hafa dregið stáliðjuver yfir heiminn (Sendisveinninn, 37) Annars sækir Einar efni í ljóð sín og myndir vítt og breitt og festir þau þar með betur við þann heim sem lesendur byggja. Bókmenntirnar, tónlistin, kvik- myndalistin, sagan — allt kemur þetta honum að gagni: Baudelaire - Pound — Prómeþeifur — atómskáldin — Bob Dylan — Brecht — Korsokkoff — Clash — Sinatra - dr. Jekyll og mr. Hyde — Stalín — katakombur — ásvitsfangar - Spartakus. Þessu blandar Einar öllu saman af kúnst, nefnir beint eða vísar til eftir atvikum og gefur þeim langt nef sem hrista hausinn yfir Baudelaire og Clash í sömu bók og skilja ekkert í skáldinu sem þekkir bæði. Enda hefur Einar verið nefndur „lært“ skáld sem má teljast vafasamur heiður í þessu samhengi því með því er verið að bása menninguna hættulega niður og hleypa inn á hana samkvæmt föstum aðgangs- kortum „bókmenntastofnunarinnar". Einar Már ræðst harkalega á íslenskt þjóðfélag og sambærileg erlend og gerð þeirra. í mörgu tilliti virðist mér hann telja hana aðalmeinvættina og vera und- irrót ýmissa þeirra meina sem ort er um. „ljóð“ í „Sendisveininum“ sýnir þetta vel. Ljóðið er þung ákæra á hendur kapít- alísku þjóðfélagi með allsnægtum fárra á kostnað margra. Gjaldið sem við greiðum fyrir „húsgagnaverslun þar sem enginn má setjast" er m. a. stórfellt atvinnuleysi. Slík vandamál eru einmitt ein gleggstu sjúkdómseinkenni kapítal- ismans: heimurinn kemur orwellsk hryllingsmynd í úthverfum húsanna þú gætir öskrað í söngkerfi eilífðarinnar lagst fram á senu heimsins og ælt yfir salina þar sem tímanum var parkerað í atvinnulausum augum þínum; aðeins gítarstrengir í blúslagi götunnar í diskóveröld hvata þinna í heimi sem er einsog húsgagnaverslun þar sem enginn má setjast (37) Samfélag sem elur af sér þá hyldjúpu örvæntingu sem lýst er í ljóðinu á vissu- lega skilið að því sé mótmælt eða hafnað. Kynslóbimar Skammur tími leið frá útkomu „Sendi- sveinsins" (og „Kórónafatanna") þangað til „Róbinson“ sneri aftur og skyldleikinn er augljós. Saman mynda þær býsna heilsteyptan heim, verða skýrari hvor í annarrar ljósi, „Róbinson" gefur „Sendi- sveininum" meiri vídd og dýpt. Sem að 608
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.