Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Qupperneq 116

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Qupperneq 116
Tímarit Máls og menningar Más eru mjög í brennidepli í „Sendi- sveininum". Mér sýnist Einar reyna að afhjúpa þá blekkjandi hugmyndafræði sem alls staðar er á sveimi í þjóðfélaginu, í þjónustu ríkjandi stétta, til viðhalds skipulaginu. Athygli hans beinist líka að margnefndri firringu. Hann yrkir um hlutgervinguna og meðfylgjandi út- skúfun raunverulegra þarfa mannsins, gerviþarfirnar sem búnar eru til markað- arins vegna og fólki er talin trú um að séu lyklar að dyrum lífshamingjunnar — en eru í raun bæði hlekkir og villuljós, „þið voruð hlekkjuð við húsgögnin". (24) Hlutir verða staðgenglar mannlegra til- finninga og sljóleiki magnast jafnhliða. Segja má að Einar fáist mest við að sýna afleiðingar áróðurs vitundarmótandi afla, firringu fólks í samfélagi sem setur hlut ofar manni — heim vöru og fánýtrar neyslu. Hann yrkir minna um sjálf öflin sem að verki eru, í þágu hvers þau vinna og hvernig, lætur lesanda eftir þá hlið málsins. Þegar grannt er skoðað eru vandamál þeirra kynslóða sem mest er ort um í bókinni af sama toga. Aðstæður valda því að birting þeirra er ólík. Helstu ein- kenni þess veruleika sem fjallað er um eru samskiptatregða með tilheyrandi vangetu til að standa saman gegn fjand- samlegum öflum, tilfinningafreri og veruleikaflótti margs konar (t. d. inn í einkalíf og á vald vímugjafa). Og svo hlutadýrkun sem er í senn orsök og afleiðing alls þessa. Neysluæðið (og þá líklega það sem veldur því) virðist eiga stærstu sökina. Það lamar allt skapandi líf og virkni. Ljóðin í „Sendisveininum" eru upp til hópa opinská, orðmörg og ágeng og Einar gefur lesanda býsna ákveðnar skýringar á hvernig komið er fyrir fólki, enda yrkisefnin honum nákomin. Sumir eru þó „jafnari en aðrir“ eins og stundum hefur brunnið við. Mér sýnist að afstaða skáldsins skiptist nokkuð í tvennt, gróf- lega flokkað fari það eftir því um hvora kynslóðina er ort, hina ungu, fyrrum róttæku eða þá óskýru, rosknu eða mið- aldra: Staða skáldsins í ljóðunum er fjöl- breytileg. Sum ljóðanna eru í 1. persónu, eintölu eða fleirtölu. Stundum eru snögg skipti milli 1. og 2. persónu. Þá verða þú og ég ljóðsins eitt („flassbakk um fram- tíðina" 7—11). Ljóð sem eingöngu eruí2. persónu eru tvenns konar í bókinni. Annars vegar gegnir 2. persóna hlut- verki 1., þú = ég (við). Hins vegar stend- ur skáldið utan við og í nokkurri fjar- lægð. Tvö ljóð eru ort í 3. persónu, með nokkuð ótakmörkuðu sjónarhorni. Einna minnst veit lesandinn um þanka- gang persóna í „útúrdúr á miðnesheiði". (32—33) Afstöðu skálds (sem kalla má ljóðsamúð sbr. sögusamúð) má að nokkru ráða af aðferð, þ. á m. sjónarhorni. Þess vegna: þegar Einar yrkir í 1. persónu (og þar virðist mér jafnan vera stutt milli ég-sins og skálds- ins sjálfs) og þar sem 2. persóna jafngild- ir 1., þá er tónninn að jafnaði alvarlegur, næstum tregafullur. I þessum ljóðum er Einar alltaf að yrkja um eigin kynslóð: og það er erfitt að játa að allt sem við gerðum hafi bara verið að kasta mólótoffkokteil í vítislogana eða biðja prómeþeif um eld löngu eftir að þeir höfðu úrskurðað hann mania depressive (9-10) Unga kynslóðin hefur verið rænd voninni um réttlátt þjóðfélag og þverr- 610
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.