Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Page 122
Tímarit Máls og menningar
í skefjalausri leit hugans
að nýjum svæðum nýjum mörk-
uðum;
(Sendisveinninn, 17)
I þessum heimi ráða neyslan, varan og
áróðurinn ríkjum. Fyrirbæri af þeim
vettvangi hafa því áhrif á ljóðmálið;
„bjöllurnar kyntu sál þína með hi-fi
græjum".
Þannig færir Einar þjóðfélagsgagnrýni
sína inn í innsta kjarna ljóðmálsins. Svip-
að gildir um byggingu margra ljóðanna
því oft túlkar Einar mótsagnakenndan
heiminn í margræðum og ruglingslegum
ljóðum. Aðferðin minnir um margt á
módernista, ljóðmálið er samræmt veru-
leikanum. Ljóðin eru því oft sundurlaus
á yfirborði og lesandi á erfitt með að átta
sig á því flæði staðhæfinga, tilfinninga
og mynda sem hann sér hrannast upp.
Röklegt samhengi er víða fyrir borð bor-
ið, hugmyndatengslin eru svo óljós. Þar
sem mest gengur á í ljóðunum er
hraðinn líka mestur. Ljóðin eru á fleygi-
ferð. Svo enn sé vitnað í „flassbakk um
framtíðina":
og hvort sem það var oní dýpstu
myrkur
útí skógarrjóðri þar sem bjöllurnar
kyntu sál þína með hi-fi græjum
með útsýn til annarra landa
eða kaggi sem rótaði malbikinu upp
undir bongótrommum dauðans
undir byljandi rokktónlist
og efni samtvinnast á áhrifamikinn
hátt.
I sama tilgangi — og með sama rétti —
smíðar Einar oft myndir sem ekki
„ganga upp“, frekar en veruleikinn. En
myndsviðið og veruleikinn eru heldur
ekki alltaf þægilega aðgreind. Stundum
er líka erfitt að greina líkinguna þar á
milli. Oft virðist lesandanum ætlað að
ganga frá ófullgerðum myndunum — ef
það er þá hægt:
eletrónisk sál þín stígur úr líkamanum
einsog plata sem lendir í vitlausu
umslagi,
en gættu þín
stalín er búktalari sem yfirgnæfir
rödd þína þegar minnst varir,
og útópísk sólin
einsog jimi hendrix með brunninn
gítar
er fullkomlega út á þekju meðan
geislarnir
falla svipa um stofugólfið.
(Sendisveinninn, 7)
Einkum á þetta við um „Sendisveininn".
Yfirvegaðri myndsmíð er þó algeng í
bókunum. Sterkt einkenni hennar og
reyndar málnotkunar Einars yfirleitt er
þversögnin og óvenjulegt sjónarhorn
sem nærri lætur að kalla megi sérstakt
skáldskapareinkenni hjá honum. Ljóð
hans eru ríkulega gædd þeim eiginleika
góðs skáldskapar að orða hlutina upp á
nýtt og bregða á þá nýstárlegri birtu:
var það alltaf
hið óhjákvæmilega sem hefði getað
verið öðruvísi
(8)
Að þessu leyti finnst mér Einar vera
fyllilega sjálfum sér samkvæmur. Form
hvert hús var klefi
hver fangi sinn eigin vörður
(Róbinson, 9)
inní myrkviði birtunnar
rann skært rökkrið
(Róbinson, 10)
616