Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Page 11

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Page 11
Stableysur, góðar og illar Með þessum ærslaleik er Aristofanes að segja sem svo að „þetta stríði gegn mannlegu eðli“ og margir hafa þann steininn klappað síðan. Einna áhrifamest úr röðum skálda hefur orðið rödd Fjodors Dostoévskís, sem svaraði „Hvað ber að gera?“ með „Minnisblöðum úr undirheimum", (Zapiski iz podpolja) sem út kom 1864, ári síðar en bjartsýnissaga Tsherni- shevskís. Sagan er grimm sjálfskrufning manns, sem hefur nautn af að niðurlægja sjálfan sig og aðra með herfilegum hætti og um leið árás á þær hugmyndir sósíalista og annarra framfarasinna, að hægt sé að koma á góðu mannlífi sem skynsamlegu kerfi, byggðu á því sem er öllum fyrir bestu. Maðurinn er ekki þannig, segir Dostoévskí með sögumanni sínum (hugsun- in er ítrekuð í öðrum verkum hans) — hann vill hafa frelsi til að gera það sem honum sýnist, eins þótt það sé sannanlega rangt og óhagstætt honum sjálfum:4) Eg er ekki að mæla með þjáningunni og reyndar ekki vellíðan heldur. Eg stend með — eigin duttlungum, ég vil eiga þá tryggða ef þörf krefur. Þjáningin er til dæmis ekki leyfð í revíum veit ég vel. Hún er líka óhugsandi í krystalshöllinni: þjáningin er efi og neitun og hvaða krystalshöll er það svosem að í henni sé hægt að efast? Undireins er ég viss um að maðurinn mun aldrei hafna raunverulegri þjáningu, það er að segja tortímingu og ringulreið. Því þjáningin er eina forsenda vitundarinnar. Krystalshöllin vísar beint til „Hvað ber að gera?“, sem um þær mundir hafði miklu sterkari áhrif á uppvaxandi kynslóð en allt sem Dostoévskí hafði skrifað. Svar Dostoévskís sem í Minnisblöðunum er gefið með óbeinum hætti er kristilegt: manninum er ofviða að „skipuleggja" sér hamingju hér á jörðu, hann verður að treysta á guðs náð. En það var ekki barasta mannskilningur höfunda á borð við hinn rússneska jöfur sem nálægt aldamótum skapar skáldsögur sem einu nafni mætti nefna neikvœðar staðleysur, antiútópíur, lýsingar á þjóðfélögum sem eru miklu verri en þau sem höfundur þekkir úr samtíð sinni. I raun og veru eiga bæði góðar og illar staðleysur sér sömu rætur. Uggvekjandi þjóðfélags- leg þróun og óttinn við að tæknin leiði til bölvunar getur eins skapað fallega draumsýn um þjóðfélag þar sem allur vandi er leystur (Bellamy, Morris) og hrollvekju um framtíð sem hefur séð illan grun rætast. Gott dæmi er „Tímavélin“ (The Time Machine) eftir H.G. Wells. Sú saga kom út 1895 og er haft fyrir satt að hún sé fyrsta rækilega útfærða lýsingin á framtíð sem er miklu verri en samtíðin. H.G. Wells smíðar vél til skyndiferðalaga í tímanum, sem ótal smærri og stærri spámenn hafa síðar leikið sér að í geimsögum. Fyrsti áfangi ferðarinn- ar er eftir nokkur hundruð þúsund ár. Nútímamaður hittir þá fyrir á i 241
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.