Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Side 47

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Side 47
Siðfrieði gagnrýninna félagsvísinda I öðru lagi hefur mannhyggja svo oft, bæði í sögunni og í orðabókum, verið tengd manngæsku, umburðarlyndi, kærleika, miskunnsemi og góð- verkum, að margir félagslegir umbótamenn og byltingarsinnar eru tregir til þess að leggja nafn sitt við hana, jafnvel þótt málstaður þeirra sé tvímæla- laust í þágu heildarinnar. Oljósar hugmyndir um sammannlega hagsmuni og mannlegt umburðarlyndi gætu reynst vera liður í tilraunum ráðandi afla til að draga úr áhrifamætti róttækrar gagnrýni á þjóðfélagsgerðina og sveigja herská öfl í átt til meinlausrar góðgerðarstarfsemi. Akveðin algildis- og manngildisstefna á alls enga samleið með þessari yfirborðslegu og útvötn- uðu mannhyggju. Frá upphafi forngrískrar menningar hefur hið algilda, hið mannlega og hið gagnrýna haldist í hendur með einum eða öðrum hætti. Samkvæmt Heraklítosi, til dæmis, er maðurinn eins og fangi eigin heimsmyndar svo lengi sem hann reiðir sig eingöngu á persónulega reynslu sína og langanir. Hugsunin gerir honum kleift að henda reiður á logos, hinni sönnu gerð veruleikans, og öðlast þannig aðgang að heimi sem er sameiginlegur öllum hugsandi mönnum. Með þessum hætti losna menn úr einstaklingsprísund- inni og verða vakandi verur. Hjá Platóni, stóískum heimspekingum og mörgum öðrum klassískum hugsuðum, rekumst við á svipað samspil þriggja meginstefja: a) að algild formgerð veruleikans sé til; b) að þetta algildi sé ekki með öllu utan mannsins því hann geti uppgötvað og tileinkað sér það; og c) að hægt sé að vinna sig úr einstaklingsbundnu ástandi og öðlast hlutdeild í því algilda með því að ástunda gagnrýni: manneskjan lifir í draumi, í helli, í fangelsi, þar til gagnrýnin hugsun (þar sem skynsemi og tilfinningar eru eitt)3 hefur þau áhrif að hún vaknar, losar sig úr ánauð og kemst til manns. Það sem helst skilur á milli þessarar fornu mannhyggju og hinnar nýju er sú áhersla sem hin síðarnefnda leggur á sögulega þætti og þar með á verklega vídd mannlegrar tilveru. Hinn algildi maður þróast í tíma sem virkur einstaklingur; klofningin milli raunveruleika og möguleika mannsins tekur á sig nýja mynd á hverju tímaskeiði sögunnar og tilgangur gagnrýninnar er ekki bara að vekja manninn til vitundar heldur að sigrast í verki á öllum þeim félagslegu aðstæðum þar sem manninum er haldið niðri og möguleikar hans nýtast ekki. Loks er þriðja ástæðan sem sumir fræðimenn hafa til þess að hafna mann- hyggju, jafnvel þegar hún felur í sér gagnrýni eða einmitt vegna þess. Það er sú staðreynd að ýmsir fræðimenn sem kenna sig við mannhyggju fullnægja ekki þeim kröfum sem gerðar eru um aðferðafræðileg og vísindaleg vinnu- brögð eða taka jafnvel áberandi andvísindalega afstöðu. Hér er rétt að gera greinarmun á tvenns konar gagnrýni mannhyggju á vísindahyggju, því tilefnin og rökin fyrir gagnrýninni eru gjörólík. Onnur á rætur í hefðbundn- 277
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.