Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Blaðsíða 26

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Blaðsíða 26
Tímarit Máls og menningar Að því er ég kemst næst eru Islendingar eina siðmenntaða þjóð veraldar sem aldrei hefur markað sér opinbera stefnu í menningarmálum. Enginn hérlendur stjórnmálaflokkur hefur séð minnstu ástæðu til að móta slíka stefnu, þó sjá megi á stefnuskrám þeirra sumra almennt orðaðar yfirlýsingar um eflingu innlendrar menningar, venjulega í einni stuttri setningu neðst á blaði, og orkar jafnan á mig einsog frómar en sannfæringarlausar óskir til almættisins um skárra veðurfar, betri heyfeng og aukinn sjávarafla. Þegar falast er eftir opinberri menningarstefnu er hreint ekki verið að biðja um pólitíska miðstýringu eða opinber afskipti af hverju einu sem gert er í menningarefnum, heldur einhverja skynsamlega forgangsröðun verkefna sem vinna beri að með þeim afarnaumu fjármunum sem varið er til mestu þjóðþrifamála landsmanna. Svo dæmi sé tekið, þá hefði raunhæf menningar- stefna væntanlega leitt til þess að kannað hefði verið af fullri alvöru, hvort væri lifandi og skapandi menningu í landinu mikilsverðara einsog sakir standa að láta nýkeypta Mjólkurstöð af hendi við Myndlista- og handíða- skólann, sem árum saman var búinn að bera víurnar í hana, eða ráðstafa henni til Þjóðskjalasafnsins sem vissulega býr við þröngt og ófullnægjandi húsrými. Myndlista- og handíðaskólinn er meðal merkustu stofnana sinnar tegundar um gervalla heimsbyggðina og nýtur mikillar og vaxandi alþjóð- legrar viðurkenningar, en hefur alla sína tíð orðið að hírast í ófullnægjandi leiguhúsnæði sem staðið hefur allri starfsemi hans og viðgangi mjög fyrir þrifum. Hryggileg örlög Þjóðarbókhlöðunnar eru annað dæmi um skort á menningarstefnu og yfirleitt má segja að aðbúnaður menningarstofnana í landinu sé með þeim hætti, að til fullkomins vansa sé fyrir þjóðfélag sem vill telja sig siðmenntað. Nöturlegt dæmi um skilningsleysi, tómlæti og nánast beinan fjandskap ráðamanna við allt sem að frjórri og skapandi menningarstarfsemi lýtur birtist í sambandi við ráðstefnu sem Bandalag íslenskra listamanna efndi til 30. nóvember, þarsem fulltrúar allra listgreina fjölluðu um efnið „Menning- arstefna stjórnvalda — Sjálfsmynd listamanna“. Þessi vel sótta ráðstefna samtaka, sem telja um 900 manns innan sinna vébanda, þótti ekki svo merkileg að ástæða væri til að geta um hana í helsta fjölmiðli landsmanna, sjónvarpinu. Hennar var að engu getið, en sama kvöld sýnd löng frétta- mynd um viðskilnað fráfarandi lögreglustjóra í Reykjavík við 230 und- irmenn sína. Ég hygg að hvergi nema á íslandi hefði ámóta menningar- hneyksli verið látið óátalið. Daginn eftir efndi menntamálaráðherra til ráðstefnu í Þjóðleikhúsinu um varðveislu tungunnar og var rækilega getið í sjónvarpi, enda var útvarps- stjóri þar í forsæti og undirtyllurnar vita mætavel hvað til síns friðar heyrir. Ráðstefnan var í sjálfu sér tímabær og góðra gjalda verð, en á henni var sá 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.