Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Blaðsíða 53
Ekki aðeins d jólunum
þúsund kúrekar og fjörutíu þúsund furstafrúr í borg okkar, í stuttu
máli, það var kjötkveðjuhátíð. Hátíð sem við erum vön að halda
uppá með jafnmiklum ef ekki meiri ofsa en jólin. En frænka mín
virtist bæði blind og heyrnarlaus. Hún kvartaði yfir grímubúningum,
en hjá þeim verður ekki komist í klæðaskápum húsa okkar á þessum
tíma. Með hryggð í röddu kvartaði hún undan versnandi siðferði. Að
menn skyldu ekki einu sinni á jólum geta látið af þessu ósiðlega
framferði, og þegar hún kom inn í svefnherbergi frænku minnar og sá
blöðru, sem var reyndar loftlaus, en sást greinilega að á hafði verið
málaður trúðshattur í hvítum lit, fór hún að gráta og bað frænda
minn að stöðva þessi helgispjöll.
Sér til skelfingar komust menn að því að frænka mín var haldin
þeim hugarórum að það væri alltaf aðfangadagskvöld. Föðurbróðir
minn kallaði fjölskylduna saman og bað konu sinni vægðar og
tillitssemi vegna þessa sérkennilega ástands og gerði síðan aftur út
leiðangur til þess þó amk. að tryggja friðsæld kvöldhátíðarinnar.
A meðan frænka mín svaf var skrautið flutt af gamla trénu á það
nýja og ástand hennar breyttist mjög til batnaðar.
V
En kjötkveðjuhátíðin leið einnig hjá og vorið kom í raun og veru. I
stað þess að syngja „Vorið er komið“ hefði átt betur við að syngja
„O, blessuð vertu sumarsól“. Það var kominn júní. Fjögur grenitré
voru þegar ónýt og enginn hinna nýtilkölluðu lækna gat gefið von
um bata. Frænka mín var óhagganleg. Jafnvel dr. Bless, sem naut
alþjóðlegrar viðurkenningar, hafði yppt öxlum og dregið sig í hlé í
bókaherbergi sínu eftir að hafa tekið 1365 mörk í þóknun fyrir
þjónustu sína. Með þessu sýndi hann enn einu sinni hvað hann var
utanvið heiminn. Nokkrum veikburða tilraunum til að hætta hátíða-
höldunum eða láta þau falla niður tók frænka mín með þvílíku öskri
að slíkri vanhelgun var endanlega hætt. Það skelfilegasta var að
frænka mín krafðist þess að allir henni nákomnir væru viðstaddir,
þarmeð talin bæði presturinn og barnabörnin. Það tókst aðeins með
ítrustu hörku að sjá til þess að fjölskyldulimirnir sjálfir mættu
stundvíslega, en erfiðara varð með prestinn. Að vísu þraukaði hann
án þess að mögla í nokkrar vikur af tillitssemi við gamla sóknarbarn-
ið sitt en síðar reyndi hann með vandræðalegum ræskingum að gera
43