Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Blaðsíða 61
Ekki adeins á jólunum
frænku minni og börnunum er hann eina upprunalega persónan í
þessum leik.
Það er búið að semja nákvæma áætlun, sem meðal ættingjanna
gengur undir heitinu verkefnaskráin. Leikurunum er einnig tryggt
nokkurt frí vegna þess að einn ættingjanna er alltaf viðstaddur. Það
hefur komið á daginn, að þeir eru hreint ekki tregir til að taka þátt í
hátíðinni, enda koma aukatekjur þeim vel. Þar eð ekki er til allrar
hamingju neinn skortur á atvinnulausum leikurum hefur tekist að
þrýsta laununum niður. Karl hefur sagt mér að vonir standi til að
lækka megi þennan kostnaðarlið verulega, enda sé leikurunum gefið
að borða og listin verði eins og kunnugt er ódýrari þegar hún er
brauðstrit.
X
Eg hef þegar tæpt á hinni afdrifaríku breytingu sem varð á Lucie.
Hún flækist nær eingöngu í næturklúbbum og lætur sem galin,
einkum þá daga sem hún neyðist til að taka þátt í heimilishátíðinni.
Hún er í gallabuxum, litríkum peysum og hefur látið klippa fagurt
hár sitt og ber þess í stað einfalda hárgreiðslu, sem ég veit nú að er
kennd við „Pony“ og hefur nokkrum sinnum verið í tísku. Þótt ég
hafi til þessa ekki orðið var við neina augljósa ósiðsemi, aðeins
einhvers konar æsing, sem hún kallar sjálf „existensíalisma", get ég
ekki fallist á að breytingin sé ánægjuleg. Ég held meira uppá ljúfar
konur, sem hreyfa sig siðsamlega í valstakti, vitna í hugguleg ljóð og
nærast ekki eingöngu á súrum gúrkum og smásteik ofkryddaðri með
papriku. Fyrirætlun Karls að gerast útflytjandi virðist ætla að rætast.
Hann hefur uppgötvað land nærri miðbaug, sem virðist uppfylla
skilyrði hans. Lucie er stórhrifin, því að í landi þessu klæðast menn
líkt og hún og dansa eftir hljómfalli sem hún kveðst ekki geta lifað
án. Það er að vísu talsvert áfall að þau skuli hvorugt vilja lifa í
samræmi við orðtakið „Heima er best“, en hins vegar skil ég að þau
skuli forða sér.
Það er verra með Jóhannes. Því hinn ljóti orðrómur reyndist
sannur. Hann er orðinn kommúnisti. Hann hefur slitið öll tengsl við
fjölskyldunæ Hann er sinnulaus um allt og lætur staðgengil sinn
algjörlega um kvöldhátíðirnar. Ur augum hans skín ofstæki, hann
kemur fram eins og förumunkur á opinberum samkundum flokks
51