Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Blaðsíða 91
Kvennamál og kvennamenning
Af frönskum femínistum
Bók Gilbert og Gubar hefur nú þegar reynst vera tímamótaverk og þær hafa
bæði með Brjáluðu konunni í kvistherberginu og greinum sínum skipað sér
í fremstu röð bandarískra, femínískra bókmenntafræðinga. Harðasta gagn-
rýnin á kenningar þeirra hefur komið frá konum sem fylgja allt annarri
fræðastefnu, ættaðri frá frönskum femínistum,8 sálgreiningu og post-
struktúralistum.
Frönsk og bandarísk hefð í kvennarannsóknum í bókmenntum eru
fjarska ólíkar. Bandarísku konurnar hafa lengst af verið pólitískar og
herskáar í bókmenntarannsóknum sínum; forsendur þeirra hafa verið
kvennapólitískar og síðustu árin hafa rannsóknir vestra beinst að því að
„finna" og endurmeta eldri kvennabókmenntir, túlka þær og karlabók-
menntirnar uppá nýtt og draga síðan ályktanir af því sem hinar nýju
femínísku rannsóknir hafa grafið úr gleymsku og/eða skilið nýjum skiln-
ingi. Þetta er almennt orðað enda ætlað að lýsa innbyrðis ólíkum rannsókn-
um; frá varfærnum, íhaldsömum femínistum sem vilja fyrst og síðast
„leiðrétta“ fagurbókmenntaúrval háskólanna og bókmenntasögunnar (Ann-
ette Kolodny t. d.) til róttækari kvenna sem vilja leggja áherslu á sérstaka
kvennamenningu með eigin bókmenntahefð, sjálfri sér nóga, lífgefandi,
friðelskandi og andstæða karlamenningunni (Elaine Showalter, Gilbert og
Gubar o. fl.).
En þó að áherslur séu þannig ólíkar hjá bandarískum femínistum má segja
að þær hafi átt það sameiginlegt til skamms tíma að vera afar tortryggnar í
garð hvers kyns kenningakerfa sem smíðuð eru af körlum, sem höfðu engan
áhuga á kvenfrelsi, körlum eins og Karli Marx og Sigmund Freud. Strax árið
1969 afgreiddi Kate Millett Freud og taldi hann einn helsta andskota
kvenfrelsisbaráttunnar fyrr og síðar. Ekki þekktu allir freudistar aftur þá
sálgreiningu sem hún kenndi við Sigmund í bók sinni (Sexual Politics) — en
það er önnur saga.
Franskir femínistar og kenningasmiðir í kvennarannsóknum hafa á hinn
bóginn notað sér óspart „karlakenningar“ eins og marxisma, freudisma,
post- eða neo-freudisma, stúktúralisma og post-strúktúralisma — svo að
nokkuð sé nefnt. Þær byggja líka á öðrum fræðahefðum en bandarísku
konurnar, hugsa öðruvísi og skrifa öðruvísi. Þær konur sem oftast er vitnað
til, Héléne Cixous, Luce Irigaray og Julia Kristeva, leggja stund á
heimspeki, málvísindi og sálgreiningu og eru bæði frumlegar og róttækar.
En hreint ekki aðgengilegar. Þær vega hver úr sinni áttinni að rótum
vestrænnar menningarhefðar og „mannúðarstefnu" eins og hún er mótuð af
feðraveldinu gegnum aldirnar og boðuð okkur í dag.
Héléne Cixous notar kenningar Derrida að vissu marki. Á sama hátt og
TMM VI
81