Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Blaðsíða 91

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Blaðsíða 91
Kvennamál og kvennamenning Af frönskum femínistum Bók Gilbert og Gubar hefur nú þegar reynst vera tímamótaverk og þær hafa bæði með Brjáluðu konunni í kvistherberginu og greinum sínum skipað sér í fremstu röð bandarískra, femínískra bókmenntafræðinga. Harðasta gagn- rýnin á kenningar þeirra hefur komið frá konum sem fylgja allt annarri fræðastefnu, ættaðri frá frönskum femínistum,8 sálgreiningu og post- struktúralistum. Frönsk og bandarísk hefð í kvennarannsóknum í bókmenntum eru fjarska ólíkar. Bandarísku konurnar hafa lengst af verið pólitískar og herskáar í bókmenntarannsóknum sínum; forsendur þeirra hafa verið kvennapólitískar og síðustu árin hafa rannsóknir vestra beinst að því að „finna" og endurmeta eldri kvennabókmenntir, túlka þær og karlabók- menntirnar uppá nýtt og draga síðan ályktanir af því sem hinar nýju femínísku rannsóknir hafa grafið úr gleymsku og/eða skilið nýjum skiln- ingi. Þetta er almennt orðað enda ætlað að lýsa innbyrðis ólíkum rannsókn- um; frá varfærnum, íhaldsömum femínistum sem vilja fyrst og síðast „leiðrétta“ fagurbókmenntaúrval háskólanna og bókmenntasögunnar (Ann- ette Kolodny t. d.) til róttækari kvenna sem vilja leggja áherslu á sérstaka kvennamenningu með eigin bókmenntahefð, sjálfri sér nóga, lífgefandi, friðelskandi og andstæða karlamenningunni (Elaine Showalter, Gilbert og Gubar o. fl.). En þó að áherslur séu þannig ólíkar hjá bandarískum femínistum má segja að þær hafi átt það sameiginlegt til skamms tíma að vera afar tortryggnar í garð hvers kyns kenningakerfa sem smíðuð eru af körlum, sem höfðu engan áhuga á kvenfrelsi, körlum eins og Karli Marx og Sigmund Freud. Strax árið 1969 afgreiddi Kate Millett Freud og taldi hann einn helsta andskota kvenfrelsisbaráttunnar fyrr og síðar. Ekki þekktu allir freudistar aftur þá sálgreiningu sem hún kenndi við Sigmund í bók sinni (Sexual Politics) — en það er önnur saga. Franskir femínistar og kenningasmiðir í kvennarannsóknum hafa á hinn bóginn notað sér óspart „karlakenningar“ eins og marxisma, freudisma, post- eða neo-freudisma, stúktúralisma og post-strúktúralisma — svo að nokkuð sé nefnt. Þær byggja líka á öðrum fræðahefðum en bandarísku konurnar, hugsa öðruvísi og skrifa öðruvísi. Þær konur sem oftast er vitnað til, Héléne Cixous, Luce Irigaray og Julia Kristeva, leggja stund á heimspeki, málvísindi og sálgreiningu og eru bæði frumlegar og róttækar. En hreint ekki aðgengilegar. Þær vega hver úr sinni áttinni að rótum vestrænnar menningarhefðar og „mannúðarstefnu" eins og hún er mótuð af feðraveldinu gegnum aldirnar og boðuð okkur í dag. Héléne Cixous notar kenningar Derrida að vissu marki. Á sama hátt og TMM VI 81
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.