Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Blaðsíða 68

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Blaðsíða 68
Tímarit Máls og menningar ekki? Þau höfðu frelsað okkur, við frelsuðum okkur ekki sjálf, og sigurveg- arinn setur skilmálana. Spurningin er einungis sú, hvort þetta hafi ekki gerst vegna þess að andspyrnan var svo óveruleg. A þessu stigi get ég ekki sagt, að hvaða marki stjórnmálamennirnir hefðu átt að veita viðnám — menn einsog Adenauer og aðrir. Eg hef á tilfinningunni að ekki hafi verið til að dreifa neinni verulegri baráttu fyrir nýjum stjórnarformum, og hvaða áhrif slík barátta kynni að hafa haft er óútkljáð mál, afþví hún átti sér ekki stað. Ekki einusinni af hálfu sósíaldemókrata og verkalýdshreyfingarinnar? Nei, eiginlega ekki. A þessu skeiði, við skulum segja á árunum 1949 til 1953, kem ég ekki auga á neitt afl sem í alvöru horfðist í augu við þróunina. Síðan kom Marshall-áætlunin, sem var í reynd stór peningagjöf og hafði auðvitað líka mikil efnahagsleg áhrif; það er erfitt fyrir mig, sem er ekki hagfræðingur og sömuleiðis ópólitískur fræðimaður, að sundurgreina það eftirá. Við munum aldrei geta gengið úr skugga um, hvort ósvikin þýsk úrræði hefðu dugað, til dæmis í samhljóðan við Ahlen-áætlunina. En sú var von okkar, og sú von var ekki með öllu ónýtt, þareð ýmis lög sem síðar voru staðfest af ríkisstjórnum Kristilegra demókrata, til dæmis mikil endur- bót á eftirlaunalögunum 1957, gerð af frumkvæði Kristilegra demókrata, voru mikilvægir þættir í Ahlen-áætluninni. En síðan ekki söguna meir. Er hægt að halda því fram, að menningaröflin í landinu hafi myndað mótvægi gegn endurreisn gömlu valdastéttanna? Já, þau mynduðu mótvægi. Frá 1945 framá miðjan sjötta áratug var skeið endurmats og íhugunar. Ég held það hafi verið allmörg rit, aðallega blöð, sem voru bæði kristileg og sósíalísk. Ég vil nefna Frankfurter Hefte sem fyrirmynd og einnig sem dæmi um blað sem hélt fast við þá afstöðu. Þessi blöð höfðu geysimikla útbreiðslu. En þegar til kastanna kom fór hið skelfilega raunsæi sögunnar, sem ég vil kalla svo, með sigur af hólmi. Og ég man ennþá tiltekin smáatriði, til að mynda það að ég hitti ásamt þáverandi forleggjara mínum, dr. Witsch, sem oft bauð mér heim til sín, bæði Þjóðverja og Bandaríkjamenn sem ræddu við okkur orsakir atvinnu- leysisins frá 1929 til 1937, og þeir héldu því allir fram með mjög sannfærandi röksemdum, að til efnahagskreppu mundi aldrei framar koma, því hægt væri að hafa stjórn á þeim öflum sem leiddu til kreppu. Þó ég hefði ekki sjálfur lifað atvinnuleysi, þá talaði ég útfrá reynslu verkamanna sem ég hafði verið sex ár samvistum við í stríðinu og útfrá mörgum og löngum sam- ræðum við menn sem höfðu reynt atvinnuleysi í sínum verstu myndum. Fyrir þeim hafði Hitler sjálfur verið tákn vonar afþví hann hét þeim vinnu. Vinnan sem hann síðan veitti þeim var stríðið, það skildu þeir líka, vegna þess að sumir þeirra voru mjög vel að sér í pólitískum efnum, jafnt verkamenn sem óbreyttir skrifstofumenn. 58
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.