Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Blaðsíða 36
Tímarit Mdls og menningar
Framtíðin og hlutverk ritdóma
Eg vil láta í ljós von um að TMM og önnur íslensk tímarit verði áfram
vettvangur öflugrar og óslitinnar þýðinga-umræðu. Af nógu er að taka enda
akurinn svo gott sem óplægður. Jafnframt óska ég að útgefendur keppist við
að koma á markað vönduðum bókmenntaþýðingum. Á síðustu þremur
árum hefur komið kippur í útgáfu athyglisverðra skáldsagnaþýðinga. Held-
ur virðist hins vegar hafa komið bakslag í ljóðaþýðingar, en á því sviði
höfum við átt hvað besta þýðendur. Að þýðingum Helga Hálfdanarsonar
frátöldum er útgáfa leikritaþýðinga hrikalega vanrækt þó svo mörg merkis-
verk séu ugglaust til reiðu í handriti. Hversu lengi skyldum við til dæmis
þurfa að bíða eftir marglofuðum þýðingum Þorsteins Þorsteinssonar á
verkum Bertolts Brechts, eins fremsta leikskálds aldarinnar?
Að lokum vil ég svo drepa á þann vettvang þar sem oftast er minnst á
þýðingar, en það eru blaðaritdómar. Meðferð þeirra á hlutverki þýðandans
er yfirleitt til háborinnar skammar. I þýðanda, sem kannski hefur varið
margra mánaða vinnu í verk sitt, er oftast fleygt nokkrum línum í lok
ritdóms, jafnvel þannig að það er lesandanum til háðungar. Ég vel til dæmis
af handahófi tvær umsagnir úr ritdómum um þýddar bækur á síðustu
jólabókavertíð:
Ég er nokkuð sáttur við þýðinguna í heild, sérstaklega þar sem ég hef það á
tilfinningunni að Francis sé alls ekki auðþýddur á íslensku. En samt finnst
mér eitthvað vanta, ég veit ekki alveg hvað það er.10
Þýðing Magnúsar Rafnssonar er þokkaleg þótt hún virki sums staðar á mann
sem ekki alveg fullunnin.11
Slíkar umsagnir segja gagnrýnum lesanda ekki hót, en hins vegar hef ég
heyrt fólk éta svona markleysu í ýktu formi upp eftir blaðadómum, rétt eins
og verið sé að ræða einkenni á sjálfri bókinni.
Ég tel að annaðhvort ættu ritdómarar að sleppa því að minnast á
þýðinguna (ég trúi ekki heldur að neinn þýðandi hafi gaman af að láta hæla
sér með nokkrum órökstuddum lýsingarorðum) eða þá að gera henni
sómasamleg skil. Ef til vill verða það aldrei nema fáir dagblaðagagnrýn-
endur sem gefa sér tíma til að fjalla þannig um þýðingar. En hér hafa
tímaritin líka hlutverki að gegna. Gleðilegt var að sjá í Skími 1985 tvo
ritdóma þar sem fjallað er í ítarlegu máli um merkar þýðingar: Örn
Ólafsson skrifar um þýðingu Thors Vilhjálmssonar á Hlutskipti manns eftir
Malreaux og Sigrún Astríður Eiríksdóttir um þýðingu Guðbergs Bergs-
sonar á Don Kíkóta, og hafa þau bæði lagt vinnu í samanburð frumtexta og
þýðingar. Gagnrýni Sigrúnar er raunar mun yfirgripsmeiri enda verk það
26