Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Blaðsíða 71

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Blaðsíða 71
„Frelsið þverr dag frá degi“ 30 eða 31 árs 1948. Ég man vel eftir fyrri verðbólgunni, afþví faðir minn flutti að jafnaði launin handa starfsmönnum sínum í handvagni og daginn eftir voru þessi laun þegar orðin einskis virði. Seinni verðbólgan átti rætur að rekja til stríðsins. Með hliðsjón af þessari sögulegu reynslu skil ég vel, hversvegna Þjóðverjar vilja ekki sleppa taki á því sem þeir hafa nú. Það þyrfti að gera þeim ljóst, að enginn ætlar að svipta þá öllu, heldur verða allir, allir í sameiningu, ég ítreka það, frá efsta þrepi til hins neðsta, að spara. En ekki gagnvart atvinnuleysingjum, ekki gagnvart þeim sem þiggja greiðslur almannatrygginga, ekki gagnvart ellilífeyrisþegum. Felast líka leyndar hættur í þeirri kreppu sem nú gengur yfiri Þú sagðir að kreppur í Þýskalandi færu alltaf til hægri. Eða eru einnig fólgnir í henni nýir möguleikar? Eg hef ekki enn orðið var við hægrisveiflu. Þó furðulegt megi heita, hafa atvinnuleysingjarnir ekki orðið lýðskrumi að bráð. Eini kosturinn sem ég kem auga á mundi vera dreifing vinnunnar, það er að segja skömmtun vinnu eftirað hagræðingu hefur verið komið á. Það mundi sömuleiðis fela í sér einustu vonina fyrir ungt fólk, að það fengi kannski að vinna 23 tíma í viku einsog allir aðrir. Það yrði ákaflega flókið og mundi útheimta gífurlega útreikninga, en almennur kaupmáttur yrði varð- veittur. Ég sé enga aðra lausn. Stuttur vinnutími er þegar að verða allvinsæll, en ég held ekki að þar sé hin endanlega lausn — ég held hún felist í dreifingu vinnunnar. Auðvitað leiddi af því nýtt skrifstofubákn, en í þessu tilfelli teldi ég það nauðsynlegt. Við sjáum og lesum dag hvern, ég heyri í útvarpinu á hverjum degi að hagvöxtur útrýmir ekki atvinnuleysi, það er svona einfalt, maður þarf ekki að vera sérfræðingur í hagspeki. Svo það hlýtur að vera hægt að taka aðra stefnu, og kosningarnar í Norður-Rín-Westphalia hafa leitt í ljós, að hún þarf ekki að beinast til hægri. Ég veit ekki hvert hún á eftir að beinast. Það alvarlegasta er að hinar óháðu starfsstéttir eru sífellt að deyja út. Það er ekki í efnahagslegum, heldur tilvistarlegum skilningi sem ég lít á bóndann sem frjálsan mann að störfum í frjálsri starfsgrein, og þessi stétt er að týna tölunni. Ég las nýlega að margir minniháttar skipstjórar á Rín sjái sig tilneydda að gefast upp, menn sem eiga sína eigin báta og flytja varning til og frá Basel og Rotterdam og hvert sem vera skal. Þetta eru menn sem stunda sjálfstæðan atvinnurekstur, hafa ævinlega verið og eru enn frjálsastir allra, bátmennirnir á Rín, fljótabátmennirnir, og þeir eru líka að deyja út. Fjölþjóðafyrirtækin, hinir voldugu flutningaverktakar, taka til sín verkefnin afþví þeir geta auðvitað skilað þeim með fljótvirkari og ódýrari hætti í krafti stærðar og skipulagningar. Verkamaður getur líka notið þessa frelsis, hafi hann næg laun til að sjá fjölskyldu sinni farborða. Ef þetta sjálfstæði glatast er það ískyggileg þróun. 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.