Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Blaðsíða 92
Tímarit Máls og menningar
hann telur hún að heimspeki feðraveldisins á Vesturlöndum mótist af
tvenndum, hugsun í andstæðum. Hún talar um nokkrar meginandstæður
sem eru virkni og þolandaháttur, sól og máni, menning og náttúra, dagur og
nótt, faðir og móðir, höfuð og tilfinningar, greind og næmi, rök og ofsi
(tilfinningalegur). Undir eða á bak við þessar andstæður og fjölmargar aðrar
af þeim dregnar eru andstæðurnar karl og kona. Kvenlega hliðin er ævinlega
neikvæð og valdalaus og tengd ósigri (þolandahætti) og dauða. Þessi hugsun
á ekkert jákvætt svigrúm til fyrir konur og því verða þær að losa sig við
hana. Ef kvenlega hliðin er hafin til vegs og virðingar, gefið jákvætt innihald
og gildi, hrynur andstæðubyggingin. (Toril Moi, 1985, 104 — 105).
Cixous o. fl. franskir femínistar byrja kenningar sínar í reynslu kvenna,
líkama kvenna, gleði og nautn, reynslu með upphafi í tengslunum við
móðurina í frumbernsku og vellíðunarlögmálinu sem var upphaf okkar
allra. Ut frá öðru vísi reynslu kvenna og kvenlíkamanum (margræðum,
margbrotnum, djúpum, opnum, flæðandi) er síðan búin til útópía, eins
konar óður til konunnar og máls hennar, tjáningar sem gæti byggst á öðrum
lögmálum, annarri reynslu og hagsmunum en miðleitin, rökföst orðræða
feðraveldisins.
Róttækustu frönsku femínistarnir vilja hafna meira og minna öllum
rökleiðslum hefðbundinnar vestrænnar heimspeki, hafna sálgreiningunni
eða rökfærslum hennar að einhverju eða öllu leyti, hafna fastri ákveðinni
merkingu eða merkingarmiðum orðanna en undirstrika hið afstæða, óend-
anlega, mismuninn fremur en líkindin. Og þar kemur útópían um mál
kvennanna inn, bæði sem ljóðræn og pólitísk áskorun.
Hér er ekki rúm til að gera grein fyrir hugmyndum franskra femínista
sem eru ólíkar innbyrðis ekki síður en hugmyndir bandarísku kvennanna.
Þær kenningar sem lúta að frjálsu máli kvenna, kvenlegri, nýrri tjáningu eru
oft kallaðar einu nafni „écriture féminine“ og hafa komið heilmikilli hreyf-
ingu á umræður og skoðanaskipti í kvennarannsóknum í bókmenntum.9
Gagnrýni á Gilbert og Gubar
Mary Jacobus (sem er bandarísk) skrifaði harðan ritdóm um Brjáluðu
konuna í kvistherberginu árið 1981.10 Toril Moi (sem er norsk) tekur undir
helstu atriði í þeirri gagnrýni í doktorsritgerð sinni og bætir um betur11. Hér
verður gerð grein fyrir gagnrýni beggja.
Toril Moi og Mary Jacobus eru sammála um að Gilbert og Gubar reyni
að forðast ofureinfaldanir og að sjálf bókmenntatúlkun þeirra sé um margt
bæði hugmyndarík og spennandi. Hins vegar gagnrýna þær kenningar
þeirra bæði út frá hugmyndafræði og aðferðafræði.
82