Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Blaðsíða 110
Tímarit Máls og menningar
svo mikilli lögkænsku að veldi hans tekur að ógna veldi Helga Asbjarnar-
sonar. I sögunni eru raktir margs konar árekstrar: vegna móðgana, fíflinga,
eigna, tilkalls til goðorðs, þjófnaðar og manndrápa. Deilumál þeirra nafn-
anna teygja sig yfir mestalla söguna, en tilefni átaka er hvað eftir annað
illindi milli tveggja bænda sem aukast stig af stigi, þangað til Helgarnir tveir
eru orðnir aðilar að málinu.
Hinum ýmsu frásagnarliðum — sem ýmist geta verið virkir (átök, milli-
ganga, lausn) eða óvirkir (upplýsingar) — er ekki raðað upp eftir neinni
fastri reglu. Þess í stað skipaði sögumaður þeim niður í samræmi við þarfir
þeirrar sérstöku sögu sem hann var að segja. Aðalatriðið var að hvert atriði
væri í samræmi við þau rök sem lágu til grundvallar framvindu íslenskra
deilumála. Við getum séð merki um þessa einföldu frásagnartækni í heildar-
byggingu Droplaugarsona sögu.
I löngum inngangi er gerð grein fyrir ætt Helga Droplaugarsonar. Þar
skýrist hvernig háttað er umráðum yfir goðorði ættarinnar og landeignum
um leið og sagt er frá helstu atvikum í lífi þriggja kynslóða. Aðrar
upplýsingar varða bændur í nágrenninu og sagt er frá því að Helgi Ásbjarn-
arson og Hrafnkell Þórisson eiga goðorð saman. Deilurnar milli þeirra
Helganna byrja þegar húskarl segir Helga Droplaugarsyni að bóndi í
nágrenninu hafi farið með illmælgi um móður hans; í hefndarskyni drepur
Helgi bóndann.
Nú er sagan komin á rétta braut. Við höfum fengið að vita allt sem
nauðsyn krefur um persónurnar og vensl þeirra. Atburðarásin hefst þegar
fréttaflutningur setur af stað átök sem bundin er endi á með lausn, í þetta
skipti hefnd.
Með því að breyta röð frásagnarliðanna og víkja við smáatriðum í
samræmi við hefðbundin mynstur gat sögumaður sett saman langar og
efnismiklar sögur, en hann gat líka þrengt viðfangsefnið og sagt eins einfalda
sögu og upphaf Droplaugarsona sögu. Þessi einfalda og áhrifamikla frásagn-
artækni gerði sögumanni kleift að draga upp myndir af persónum í fáum
hnitmiðuðum dráttum, en það er eitt af þeim frásagnarbrögðum sem á
mestan þátt í knöppum stíl sagnanna. Við þurfum t.d. ekki langa sálarlífslýs-
ingu í stíl nútímaskáldsagna til að átta okkur á hvað vakir fyrir manni sem
tekur að sér milligöngu til að vinna andstæðingi sínum tjón. Með fáum
orðum sýnir Droplaugarsona saga tilfinningar Helga Droplaugarsonar og
áform hans:
En Helga Droplaugarsyni líkaði illa, er fé kom fyrir víg Torðyfils, ok þótti
óhefnt illmælisins. Þeir bræðr váru í Krossavík, ok nam Helgi lQg af
Þorkatli. Helgi fór mjgk með saksóknir ok tók mjpk sakar á þingmenn
Helga Ásbjarnarsonar. (IV. kap.)7
100