Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Blaðsíða 78
Tímarit Máls og menningar
Með horfnum tímum kvelur minning hann,
en hjarta særðu svala ei lengur tár.
Hann reynir brjósti ungu frið að finna
og sínum anda órólegum svala
með rangra hluta ofnautn, sem þó æsir
hið vilta afl í óðum hjartans girndum
og veikir heilsu og veltir nýjum kvölum
á sálu, pínda sárum tilfinningum.
A kveldum oftast aleinn situr hann
og heitu sínu hjartablóði ritar
um tælda von og tilfinningar sárar.
Jóhann segir einfaldlega:
Hvar!
O hvar? Er glatað ei glatað?
Gildir ei einu um það liðna, hvort grófu það ár eða eilífð?
Unn þú mér heldur um stund, að megi ég muna,
minning, hrópandi rödd,
ó dvel!
Þegar dregur að lokum beggja kvæðanna verða vísanir Jóhanns
kvæði Gests augljósari. Gestur kveður svo í VII. kaflanum:
má ekkert hjálpa. — Hvað er vizka manna?
æ, óljós gáta, villublæju vafin,
sem sjaldan líknar. — Hvað er hugarveiki?
sannfæring um sínar eigin kvalir.
Hve má vizka hugarsjúkdóm græða?
O, minning, þú sem mest af öllu’ í heimi
ert unaðsdrauma — eða kvala — lind,
sem stundum hjarta dapurt sífelt særir,
um dimmar nætur blundi’ af augum bægir
Og í VIII. og síðasta kaflanum eru þessar línur:
Að hlið hans stundum hefur tíminn varpað
þeim mönnum, sem hann vini vera hélt;
en það var ekkert! alt var þetta draumur . . .
Þegar eftirfarandi brot úr Söknuði Jóhanns er lesið leyna hugrenn
ingatengslin við kvæði Gests sér ekki:
68