Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Blaðsíða 133
er barn tregans, farteski mitt alman-
ök og þagnaðir rokkar, inniskóm
kynntist ég aldrei.
í „Bringsmalaskottu" vísar Þórarinn
eins og oft áður til þess sem er hluti af
sögu okkar og menningu. I sumum ljóð-
um er það hið liðna sem minnir óvænt á
sig og vekur undarlegar kenndir, en oft-
ast er beinlínis vísað til persóna og fyrir-
bæra úr sögu þjóðarinnar til að tjá nýjan
veruleika. Bringsmalaskotta er draugur,
sem Jónas Hallgrímsson minntist á í
bréfum sínum að væri eitthvað að angra
sig. I fyrsta og lengsta hluta ljóðsins er
fjallað almennt um drauga. Þeir tilheyra
liðnum tíma, þjóðsögunum. Rafljós nú-
tímans hafa að mestu leyti útrýmt þeim.
En Bringsmalaskotta náðist ekki, enda
annars eðlis en flestir draugar: „hún átti
sér ból / í því myrkri/ sem ekkert raf-
magn / fær lýst“. Myrkrið í huga manns-
ins er ekki horfið þrátt fyrir „heiðríkju
skynseminnar". Ljóðinu lýkur á einföld-
um orðum, sem segja þó mikið: „Svo
virðist jafnvel / sem skuggarnir / hafi
dýpkað og lengst".
Þungum hug er lýst víðar í bókinni.
Sjaldan er það þó gert berum orðum. I
„Lokaskýrslu" er orðfærið knappt og
samhengið torræðara en í ýmsum öðr-
um ljóðum bókarinnar. Blandað er sam-
an orðtökum og leikið með hugtök sem
flestöll vísa til örvæntingar og sársauka.
Tónninn er ekki eins þungur í ljóðinu
„Hundasúrur" þótt þar sé reyndar verið
að tala um erfiða daga, hundadaga sem
eru „ekki úr almanakinu“. I þessu ljóði
er engin uppgjöf, því að klykkt er út
með reisn:
Allt um það gildir
að vera konungur yfir hunda-
dögunum.
Umsagnir um bœkur
Sínum eigin
að minnsta kosti
„Fátt væri“ er með glæsilegustu ljóð-
um bókarinnar, markvisst og hnitmiðað.
Föst bygging er raunar einn helsti styrk-
ur formsins á flestum ljóðunum. Fyrst
er hugmyndin reifuð varlega, síðan er
kveðið nokkuð fastar að orði og að lok-
um er kjarni hugsunarinnar settur fram
með meitluðu orðalagi sem hittir í mark.
I ljóðinu „Fátt væri“ yrkir Þórarinn um
fugl úr Hávamálum, óminnishegrann.
Þar tengist þessi fugl brennivínsdrykkju,
er tákn vímu og ölvunar. Ljóðið skiptist
í þrennt og mynd fuglsins breytist í
hverjum hluta. I upphafi er þess óskað
að hann væri borinn á borð, ljúffengur
og þægilegur „öðru hverju". En gaman-
ið fer að kárna þegar hann er orðinn
gæludýr „þyljandi án afláts í eyra /
óminnispunkta". I lok ljóðsins verður
myndin ægilegust, það er eins og fuglinn
stækki, hann er með manninn algjörlega
á valdi sínu: „klærnar svo djúpt sokknar
/ í öxlina / að maður kæmist ekki einu
sinni / úr jakkanum / ef þess gerðist
þörf“. Myndin sem dregin er upp í þessu
ljóði er óvenjuleg, mögnuð og sönn.
Sama yrkisefni er í ljóðinu „Ogrun“ en
efnistökin ekki jafn áhrifamikil.
I Yddi eru mörg hnyttin og gaman-
söm kvæði. Þórarinn hefur gaman af að
leika sér að orðum og koma með þeim á
óvart. Það kemur t. d. fram í „Alfta-
nesi“. Orðalagið sem hann notar er svo
nýstárlegt og langsótt, að ljóðið virðist
dularfullt og torrætt við fyrstu sýn.
Skáldið notar ekkert „eins og“ heldur
myndhverfingu: „Skera flötinn / hálf
herðatré / kafa snöggt / eitt andartak
glittir / á mannsrass úr gifsi“. Þórarinn
er myndvíst skáld og líkingar hans eru
margar óvenjulegar og snjallar, en ekki
123