Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Blaðsíða 93
Kvennamál og kvennamenning
Það er hefð fyrir því í bandarísku kvennahreyfingunni að skoða hug-
myndafræði feðraveldisins sem furðu heildstætt fyrirbæri, eins konar með-
vitað karlasamsæri gegn konum. Þetta viðhorf má greina hjá Gilbert og
Gubar og Toril Moi bendir á að það vinni á móti samhengingu í kenningum
þeirra. Hugmyndafræði feðraveldisins var nefnilega engan veginn heildstæð
á 19. öldinni — fremur en í dag. Þá sem nú voru þversagnir og þverbrestir í
kerfinu. Eftir að búið var til dæmis að smíða kröfuna um að hver einstakl-
ingur ætti að vera frjáls og njóta þessa frelsis, jafnréttis og bræðralags —
hvernig átti þá að halda því fram að þetta gilti óvart ekki um konur? John
Stuart Mill og fleiri frjálslyndir stjórnmálamenn og hugsuðir tóku afleiðing-
unum af einstaklingshyggju borgarastéttarinnar og léðu máls á mannrétt-
indakröfum kvenna. Það opnaði smugur sem gerðu konum kleift að byrja
að brjótast inn í karlahefðir og -stofnanir, þar sáu kvenréttindakonurnar
lagið sem þær biðu eftir, segir Toril Moi (1985, 63—65). Og hún og Mary
Jacobus styðja báðar fingri á röksemdafærslu Gilbert og Gubar og spyrja:
Ef bókmenntahefð karlveldisins var rammger og bauð konum engar fyrir-
myndir svo að þær fengju kjark til að skrifa út frá öðru sjónarhorni og
meinaði konunum jafnframt sjálfum að segja þar aðra sögu — hvernig fóru
konur þá að því að brjótast inn í hefðina yfirleitt? Gilbert og Gubar fara í
kringum þetta í bók sinni og segja þegar hér kemur sögu — samt skrifuðu
konur . . . Astæðan fyrir því að Gilbert og Gubar nefna ekki á þessum stað
þversagnirnar sem þvinguðu feðraveldið til að slaka á taumunum er sú að
kenningar þeirra eru svo alhæfandi að það hentar þeim einfaldlega betur að
einfalda og tala um eina og óskipta karlamenningu á móti einni og óskiptri
kvennamenningu.
Blíða kvenhetjan og brjálaða konan í 19. aldar bókmenntunum eru tvær
hliðar á sjálfsskilningi höfundarins sem yfirfærir sinn eigin „geðklofa" á
persónur sínar skv. Gilbert og Gubar. Þannig samsama þær kvenhöfundinn
persónum sínum. Þetta er aðferðafræðilega hæpið og færir Gilbert og
Gubar háskalega nálægt hugmyndum karla um að skáldverk kvenna séu
persónulegri, ævisögulegri en verk karla, jafnvel að bókmenntaform sem
konur velja oft séu kvenleg og þ. a. 1. lítilfjörlegri en önnur.12 I Brjáluðu
konunni í kvistherberginu er svo sett fram sú kenning að ef við lesum
kvenpersónurnar gegnum yfirborðstextann sem lagaður er að kröfum feðra-
veldisins — komum við niður á sannleika textans, undirtextann sem finna
má með ákveðinni tækni. Þetfa er líka aðferðafræðilega umdeilanlegt og
getur boðið heim eins konar sjálfvirkri túlkun á bókmenntunum, aðferðum
sem við könnumst við úr bókmenntafræðinni; í verkinu á þá að vera „annar
texti" — hvort sem hann er nú kallaður líkan af átökum í verkinu, dulvitund
þess eða höfundarins, fölsk vitund — eða eitthvað annað. Samkvæmt
83