Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Blaðsíða 85

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Blaðsíða 85
Kvennamál og kvennamenning Engillinn Hin englum líka kona hefur löngum verið hafin upp til skýjanna í bók- menntum karla — allt frá jómfrú Maríu til þess „húsengils" sem rómantíska karla á 19. öld dreymdi um að kvænast. í breskum kennslubókum fyrir ungar hefðarstúlkur á 19. öld eru reglur um alla hegðun, jafnvel um það hvernig beri að sofa á þokkafullan hátt. Stúlkur af betra standi áttu að vera „lítillátar, þokkafullar, hreinlyndar, viðkvæmar, hlýðnar, hlédrægar, siðprúðar, vingjarnlegar og kurteisar“ (23). Ef þær voru tággrannar, veikbyggðar, fölar og fagrar að auki, gátu þær gert sér vonir um að giftast kannski manni sem orti um þær ljóð og sögur. I viðleitni sinni til að líkjast þessari kvenmynd, reyrðu stúlkur sig og sveltu langtímunum saman. Sjúkdómurinn „anoreksia neurosis“ (það að geta ekki borðað eða haldið niðri mat af sálrænum ástæðum) var ekki sjaldgæfur meðal kvenna af „betri“ stéttum. Stöðug yfirlið kvenna og veikindi stöfuðu ósjaldan af vannæringu. „Kvenmynd eilífðarinnar" hjá Goethe er kvenkennd hugsjón, hugljómun doktors Fásts, hugsjónin um hið háleita. En í síðustu skáldsögu sinni, Ferðum Wilhelms Meister, lýsir Goethe kvenenglinum Makarie. Makarie lifir viðburðalausu lífi og á sér enga eigin sögu. Hún er hin fullkomna fyrirmynd annarra (kvenna) í óeigingirni og hreinleika hjartans. Hún hughreystir þá sem til hennar leita, brosir, sýnir samúð, gefur hollráð. Óeigingirni, óvirkni, það að vera til fyrir aðra, hafa ekkert sjálf er algjört grundvallaratriði hjá kvenenglinum. En: „Að vera án „sjálfs" er ekki að vera göfugur, það er að vera dauður. Líf án sögu, eins og líf Makarie hjá Goethe, er í raun lifandi dauði, dautt líf.“ (25) Og eins og Gilbert og Gubar benda á var þessi fagurfræðilega, upphafna kvenmynd oft tengd dauðanum í 19. aldar bókmenntum. Hinn föli, veikbyggði, oft sjúki og deyjandi kvenengill varð eins konar tengiliður skáldsins og himinsins, hún beið hans hinum megin. Hinn bókmenntalegi kvenengill var því gjarnan drepinn með „stílvopninu" af því að dauði fagurrar konu er „óvefengjanlega ljóðrænasta yrkisefni í heiminum,“ eins og Edgar Allan Poe sagði (25). Þó er óhugnaður, hrollur á bak við myndina af hinum kvenlega dauða- engli. Hvað ef hin dána fegurðardís tæki til sinna ráða, gerðist virk, sloppin undan yfirráðum karlsins handan grafar? Hvað myndi hún gera? Hvernig yrði saga hennar ef hún segði hana — yrði það saga af ást eða reiði? Ófreskjan Og þá erum við komin að hinni hlið málsins, vegna þess að upphafning hvílir á því að hinum óþægilegri þáttum hvata og tilfinninga er vísað 75
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.