Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Blaðsíða 85
Kvennamál og kvennamenning
Engillinn
Hin englum líka kona hefur löngum verið hafin upp til skýjanna í bók-
menntum karla — allt frá jómfrú Maríu til þess „húsengils" sem rómantíska
karla á 19. öld dreymdi um að kvænast.
í breskum kennslubókum fyrir ungar hefðarstúlkur á 19. öld eru reglur
um alla hegðun, jafnvel um það hvernig beri að sofa á þokkafullan hátt.
Stúlkur af betra standi áttu að vera „lítillátar, þokkafullar, hreinlyndar,
viðkvæmar, hlýðnar, hlédrægar, siðprúðar, vingjarnlegar og kurteisar“ (23).
Ef þær voru tággrannar, veikbyggðar, fölar og fagrar að auki, gátu þær gert
sér vonir um að giftast kannski manni sem orti um þær ljóð og sögur. I
viðleitni sinni til að líkjast þessari kvenmynd, reyrðu stúlkur sig og sveltu
langtímunum saman. Sjúkdómurinn „anoreksia neurosis“ (það að geta ekki
borðað eða haldið niðri mat af sálrænum ástæðum) var ekki sjaldgæfur
meðal kvenna af „betri“ stéttum. Stöðug yfirlið kvenna og veikindi stöfuðu
ósjaldan af vannæringu.
„Kvenmynd eilífðarinnar" hjá Goethe er kvenkennd hugsjón, hugljómun
doktors Fásts, hugsjónin um hið háleita. En í síðustu skáldsögu sinni,
Ferðum Wilhelms Meister, lýsir Goethe kvenenglinum Makarie. Makarie
lifir viðburðalausu lífi og á sér enga eigin sögu. Hún er hin fullkomna
fyrirmynd annarra (kvenna) í óeigingirni og hreinleika hjartans. Hún
hughreystir þá sem til hennar leita, brosir, sýnir samúð, gefur hollráð.
Óeigingirni, óvirkni, það að vera til fyrir aðra, hafa ekkert sjálf er algjört
grundvallaratriði hjá kvenenglinum. En: „Að vera án „sjálfs" er ekki að vera
göfugur, það er að vera dauður. Líf án sögu, eins og líf Makarie hjá Goethe,
er í raun lifandi dauði, dautt líf.“ (25)
Og eins og Gilbert og Gubar benda á var þessi fagurfræðilega, upphafna
kvenmynd oft tengd dauðanum í 19. aldar bókmenntum. Hinn föli,
veikbyggði, oft sjúki og deyjandi kvenengill varð eins konar tengiliður
skáldsins og himinsins, hún beið hans hinum megin. Hinn bókmenntalegi
kvenengill var því gjarnan drepinn með „stílvopninu" af því að dauði
fagurrar konu er „óvefengjanlega ljóðrænasta yrkisefni í heiminum,“ eins og
Edgar Allan Poe sagði (25).
Þó er óhugnaður, hrollur á bak við myndina af hinum kvenlega dauða-
engli. Hvað ef hin dána fegurðardís tæki til sinna ráða, gerðist virk, sloppin
undan yfirráðum karlsins handan grafar? Hvað myndi hún gera? Hvernig
yrði saga hennar ef hún segði hana — yrði það saga af ást eða reiði?
Ófreskjan
Og þá erum við komin að hinni hlið málsins, vegna þess að upphafning
hvílir á því að hinum óþægilegri þáttum hvata og tilfinninga er vísað
75