Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Blaðsíða 16
Tímarit Máls og menningar
samningar doktorsritgerðar og kennslu að gefa út Olafs sögu, en Jón hafði
drjúgum fleiri járn í eldinum, vann að rannsóknum og birti útgáfur og ritgerðir.
Dönsk ríkisframlög vóru á þessum árum lítil sem engin til prentunar rita á
sviði íslenskra fræða, en ofurlitlar vaxtatekjur fengust þá enn af dánargjöf Arna
Magnússonar, sem sérstök stjórnarnefnd réð fyrir. I þá nefnd var Jón kjörinn
1936. A vegum Arnanefndar komu út íslenzk mibaldakvxbi, sem Jón Helgason
bjó til prentunar, tvö bindi væn 1936 og 1938.
Samfund til udgivelse af gammel nordisk litteratur, stofnað 1879, var alla
stund fátækt félag, enda nefnt Magra félagið af löndum, en var þó einna drýgst
um langt skeið við að koma á prent vönduðum útgáfum gamalla íslenskra rita. A
vegum þess birti Jón fyrstu handritaútgáfu sína, Heibreks sögu 1924 og síðar
Hákonar sögu ívarssonar (ásamt Jakobi Benediktssyni) 1952 og Hándskriftet
AM 445 c, I, 4to 1956. Formaður Magra félagsins var Jón um áratugi og hafði
umsjón með útgáfum annara manna á vegum þess.
Eitt útgáfufélagið enn var Hið íslenska fræðafélag í Kaupmannahöfn, stofnað
1912 eftir heimflutning Hafnardeildar Hins íslenska bókmenntafélags. Forseti
þessa félags var Jón Helgason frá 1934 og til dauðadags. 1922 hóf þetta félag
útgáfu ritaflokksins ’Safn Fræðafélagsins um Island og Islendinga'. I þeim flokki
birtist doktorsritgerð Jóns 1926, Hrappseyjarprentsmibja 1928, Málib á Nýja
testamenti Odds Gottskálkssonar 1929, Ur bréfabókum Brynjólfs biskups
Sveinssonar 1942 og Bjarni Thorarensen, Bréf (fyrra bindi) 1943. Auk þess lét
Fræðafélagið prenta útgáfu Jóns á ljóðmælum Bjarna Thorarensen 1935.
A bókasöfnunarárunum eftir stríð seldist mest af bókaleifum Fræðafélagsins,
þannig að félagið komst í ofurlitlar álnir og var um nokkurra ára skeið öflugasta
útgáfufélagið á sviði íslenskra fræða í Höfn. Jón hóf þá útgáfu nýs bókaflokks,
’lslenzkra rita síðari alda', og komu út í þeim flokki níu rit alls, flest á árunum
1948—55. í>au rit sem Jón bjó sjálfur til prentunar vóru Ármanns rímur ... og
Ármanns þáttur 1948, Ludvig Holberg: Nikulás Klím, íslenzk þýbing eftir Jón
Ólafsson úr Grunnavík 1948, Móbars rímur og Móbars þáttur 1950 og Gamall
kvebskapur 1979. Auk þess ritaði hann innganga að ljósprentunum tveimur,
Kvæbabók úr Vigur 1955 og Kvœbabók séra Gissurar Sveinssonar 1960. Allt
vóru þetta vísindalegar útgáfur áður óprentaðra rita að mestu, en textinn þó
prentaður með venjulegri nútímastafsetningu til þess að gera hann aðgengilegri
íslenskum lesendum. Ekki var þó við bókunum ginið, og þessi útgáfa datt brátt
niður aftur, enda breyttust allar aðstæður við útgáfustarfsemi í Kaupmannahöfn
þegar leið á sjötta áratuginn, eins og bráðlega verður vikið að.
Aður skal þó drepið á ljósprentanir íslenskra miðaldahandrita í Kaupmanna-
höfn, þar sem Jón Helgason kom einnig mjög við sögu, eins og vænta mátti.
Ejnar Munksgaard byrjaði á útgáfu á flokki ljósprentana íslenskra miðalda-
handrita, Corpus Codicum Islandicorum Medii Aevi. Ut komu tuttugu bindi í
þeim flokki 1930—56, og ritaði Jón Helgason inngang að þremur þeirra. í
öðrum flokki ljósprentana frá Munksgaards forlag, Manuscripta Islandica,
X
6