Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Blaðsíða 102
Ásgrímur Albertsson
Goðgá Hjalta Skeggjasonar
Flestir Islendingar, sem komnir eru af barnsaldri, munu kannast við frásögn
Islendingabókar Ara fróða af því er kristni var lögtekin á íslandi. Frá því
segir auk þess í Kristni sögu, Njálu, Olafs sögu Tryggvasonar og e.t.v.
víðar.
Þar er þess alstaðar getið, að á næsta þingi fyrir kristnitökuna hafi Hjalti
Skeggjason verið dæmdur fjörbaugsmaður um goðgá: „En það var til þess
haft, að hann kvað að lögbergi kviðling þenna:
Vil ek eigi goð geyja,
grey þykki mér Freyja.“
Svo segir í Islendingabók. I Kristni sögu er kviðlingurinn eins, en í Njálu og
Ólafs sögu Tryggvasonar er tveimur vísuorðum bætt við: „æ mun annat
tveggja, Oðinn grey eða Freyja.“ Og í Njálu er „Vil ek“ breytt í „Spari ek.“
Það er einróma álit fræðimanna, að þessi breyting og þessar viðbætur séu
verk seinni tíma manna.
Hjalti fór utan sama sumar og var því í Noregi ásamt Gissuri hvíta þegar
Þangbrandur kom þangað og sagði sínar farir ekki sléttar. Þá hétu þeir
Gissur og Hjalti því að koma kristni á landið. En það skal ekki rakið hér,
því að ekki er ætlunin að fjalla um kristnitökuna sjálfa, heldur kviðling
Hjalta og skýringar á honum.
Hann hefur alltaf þótt þurfa skýringa við vegna þess misræmis, sem
mönnum hefur þótt vera milli vísuorðanna. Og e.t.v. er það þetta ætlaða
misræmi, sem hefur kallað á þær breytingar og viðbætur er áður hefur verið
minnst á. Skýringar allra fræðimanna hafa verið á eina lund: Eg vil ekki lasta
goðin, en (engu að síður) met ég Freyju sem tík.
Þar sem mér finnst nokkur brotalöm í þessum skýringum, hefur mér
dottið í hug að nálgast málið frá annarri hlið.
Ég held að það gæti verið gagnlegt við úrlausn þessa viðfangsefnis að líta á
það frá málssögulegu sjónarmiði.
Svo vill til að orðmyndin goð — eða goþ eins og það var ritað að fornum
hætti — gæti verið bæði eintala og fleirtala hvorugkyn og eintala karlkyn.
Að fornum rithætti gæti goþ bæði þýtt goð heiðinna manna og guð
kristinna.
Peir sem skýrt hafa kviðling Hjalta Skeggjasonar hafa greinilega allir litið
92