Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Blaðsíða 51
Ekkiað eins d jólunum
dugað — ég efast um það — þá er það sannfæring mín að það hafi
verið kynslóð feðra okkar. Þótt hvorki skorti lausafé né nauðsynleg
sambönd liðu enn fjórir dagar uns búnaðurinn hafði verið endurnýj-
aður. A meðan öskraði frænka mín án afláts. Símskeytum til aðal-
stöðva þýskrar leikfangagerðar, sem voru í uppbyggingu, var þeytt
um ljósvakann, hraðsamtöl áttu sér stað og kófsveittir ungir
póstsendlar komu að næturlagi með hraðsendingar. Með mútum
fékkst með skömmum fyrirvara innflutningsleyfi frá Tékkóslóvakíu.
I fjölskylduannál föðurbróður míns mun skráð að þessa daga hafi
verið brúkað óvenjumikið af kaffi, sígarettum og taugum. A meðan
féll frænka mín saman, kringlótt andlit hennar fékk harða og hvassa
drætti, svipur mildi vék fyrir ósveigjanlegum strangleika. Hún borð-
aði ekki, drakk ekki, öskraði stöðugt. Tvær hjúkrunarkonur gættu
hennar og daglega varð að auka Luminalskammtinn.
Franz sagði okkur að sjúkleg spenna hefði ríkt í allri fjölskyldunni
þar til 12. febrúar að loksins var búið að endurnýja jólatrésskrautið
að fullu. Kveikt var á kertunum, gluggatjöldin dregin fyrir, frænka
mín flutt úr sjúkrastofunni og frá þeim sem safnast höfðu saman
heyrðist aðeins snökt eða fliss. Svipur frænku mildaðist strax við skin
kertanna og þegar þau höfðu náð réttu hitastigi og dvergarnir hófu að
hamra sem óðir og engillinn hvíslaði: „Friður, friður“, færðist undur-
fagurt bros yfir andlit hennar. Skömmu síðar hóf öll fjölskyldan að
syngja: „I Betlehem er . . .“ Til þess að fullkomna myndina hafði
prestinum, sem var vanur að eyða aðfangadagskvöldi hjá Franz
föðurbróður, verið boðið. Hann brosti líka. Honum hafði einnig létt
og hann tók undir.
Hið næma hjarta frænda míns hafði leyst þann vanda sem engri
tilraun, engri djúpsálarfræðilegri álitsgerð, engri sérfræðilegri leit að
gleymdum áföllum hafði tekist. Jólatrésmeðferð þessa hjartagóða
manns bjargaði málunum. Frænku minni var rórra og þvínær — að
því er við vonuðumst til — batnað. Eftir að nokkrir sálmar höfðu
verið sungnir og nokkrir kökudiskar tæmdir voru menn orðnir
þreyttir og drógu sig í hlé og sjá; frænka mín var sofnuð án nokkurra
róandi lyfja. Báðum hjúkrunarkonunum var sagt upp, læknarnir
ypptu öxlum, allt virtist í lagi. Frænka mín nærðist á ný, drakk og
varð aftur ljúf og elskuleg. En næsta kvöld þegar tók að húma, sat
föðurbróðir minn við tréð hjá konu sinni og las í blaði. Þá snart hún
41