Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Blaðsíða 17
Jón Helgason
komu út sjö bindi 1954—66, öll með inngangi eftir Jón, og jafnframt ritstýrði
hann ljósprentaröð Rosenkilde og Bagger, Early Icelandic Manuscripts in
Facsimile, sem hóf göngu sína 1958 og í hafa birst fimmtán bindi, það síðasta á
árinu sem leið. Sum handritin sem birtust í þessum síðastnefndu röðum höfðu
verið ljósmynduð í útfjólubláu ljósi, sem oft gaf mjög góða raun, en Jón var
brautryðjandi í notkun slíks ljóss við lestur á torlæsilegum handritum ís-
lenskum.
Oft var Jón Helgason einn við störf sín í Arnasafni framan af. Kristian
Kálund, sem um langt skeið var eini Daninn sem sinnti íslenskum handritarann-
sóknum, hafði látist 1919, og Finnur Jónsson lést 1934. Rannsóknarstofnun var
engin né heldur styrkir aðrir en styrkur Arna Magnússonar, sem rýrnaði smám
saman að verðgildi. Einn þeirra sem naut hans (1926—37) var Björn Karel
Þórólfsson, sem vann við rannsóknir á safninu allt frá stúdentsárum sínum og
þangað til hann fór heim 1938. Um líkt leyti fór Jakob Benediktsson, sem hafði
numið klassíska fílólógíu og sinnt þeim fræðum framan af, að snúa sér að
íslenskum fræðum og sat löngum á Arnasafni þangað til hann fluttist heim 1946.
Arið 1939 urðu nokkur umskipti á högum íslenskra fræða í Kaupmannahöfn,
þegar danska ríkið fór að veita Arnanefnd fé tii starfsemi sinnar. Að mestu rann
þetta fé til undirbúnings að stórri orðabók um óbundið íslenskt miðaldamál og
norskt, en jafnframt varð þess kostur að hleypa af stokkunum ritröð um íslensk
og önnur norræn fræði, Bibliotheca Arnamagnreana. Ritstjóri raðarinnar frá
upphafi var Jón Helgason og ásamt honum 1976—83 Jonna Louis-Jensen,
eftirmaður hans í prófessorsembætti, og Peter Springborg, starfsmaður Arna-
stofnunar. I þessari röð hafa síðan 1941 komið út 43 bindi, samin eða búin til
prentunar af fræðimönnum úr mörgum þjóðlöndum. Sjálfur gaf Jón Helgason
út Háttalykil enn forna í fyrsta bindinu (ásamt Anne Holtsmark) og 1944 tvö
bindi með ritum eftir Skúla Magnússon. Meðal bindanna í Bibliotheca Arna-
magnæana síðasta aldarfjórðunginn eru söfn minni ritsmíða, Opuscttla, og í
þeim á Jón Helgason ótölulegan fjölda ritgerða. I Opuscula VII, sem nú er í
prentun, á Jón langa ritgerð. I flestum bindum Bibliotheca hefur Jón átt
einhvern hlut, og í sumum mikinn, með því að leiðbeina, lesa yfir handrit og
prófarkir og leiðrétta það sem betur mátti fara.
Eins og kunnugt er, höfðu Islendingar lengi haft hug á því að fá íslensk
handrit sem vóru varðveitt í dönskum söfnum flutt til Islands. Þegar Danir og
Islendingar vóru að ganga frá sínum málum eftir heimstyrjöldina í kjölfar
sambandsslita, var þetta mál borið upp af hálfu Islendinga, og upp frá því var
handritamálið mjög til umræðu í Danmörku. Fjölmenn þingskipuð nefnd
skilaði margklofnu áliti 1951, og bæði fyrr og síðar var oft um málið fjallað í
blöðum, tímaritum og á mannfundum auk þess að danskir stjórnmálamenn
ræddu það í sinn hóp og bak við tjöldin við íslenska starfsbræður sína.
Jón Helgason tók ekki mikinn þátt í þessum umræðum, en það sem hann lét
til sín heyra var til stuðnings málstað Islendinga. Lang-flestir danskir fræðimenn
7