Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Blaðsíða 47

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Blaðsíða 47
Ekki aðeins d jólunum englahár. Eg minnist þess enn hvað það var mikil fyrirhöfn að koma öllu þessu skrauti fyrir á réttan hátt og allir þurftu að leggja lið. Allir í fjölskyldunni voru lystarlausir af taugaveiklun á aðfangadagskvöld og stemningin var þá — eins og sagt er — einfaldlega á núllpúnkti, nema hjá Franz frænda sem hafði jú ekki tekið þátt í þessum undirbúningi og var sá eini sem bragðaðist steik, aspas, ís og rjómi. Kæmum við svo í heimsókn á annan í jólum og dirfðumst að láta þá skoðun í ljós að leyndardómur engilsins talandi byggðist á sams konar búnaði og veldur því að sumar brúður segja „Mamma“ eða „Pabbi“ uppskárum við aðeins hæðnishlátur. Nú geta menn rétt ímyndað sér að svona viðkvæmt jólatré var í stórhættu þegar sprengj- ur féllu í grennd. Astandið varð skelfilegt þegar dvergarnir duttu og einu sinni datt meira að segja engillinn. Frænka mín var óhuggandi. Hún lagði óskaplega hart að sér að koma trénu í samt lag eftir hverja loftárás svo að það stæði að minnsta kosti jóladagana. En þegar á árinu 1940 var það orðinn óvinnandi vegur. Enn einu sinni verð ég að taka þá áhættu að verða óvinsæll og geta þess stuttlega að fjöldi loftárása á borg okkar var raunar verulegur, að ég minnist ekki á hversu hatrammar þær voru. Hvað sem öðru leið varð jólatré frænku minnar fórnarlamb nútíma stríðsreksturs — hinn rauði þráður frá- sagnarinnar fyrirbýður mér að minnast á önnur. Erlendir skotvopna- fræðingar bundu um tíma enda á tilveru þess. Við höfðum virkilega samúð með frænku okkar, enda var hún bæði hrífandi og elskuleg. Okkur þótti miður að hún skyldi þurfa eftir harðvítuga baráttu, endalausar rökræður, tár og rifrildi að neita sér um tréð á meðan stríðið varði. Til allrar hamingju — eða á ég að segja óhamingju? — varð hún tæpast vör við stríðið að öðru leyti. Loftvarnarbyrgið sem föður- bróðir minn byggði var sprengjuhelt og auk þess var alltaf bíll til reiðu að flytja Millu frænku til svæða þar sem ekki varð vart beinna stríðsáhrifa. Það var allt gert til að hlífa henni við að sjá hina hræðilegu eyðileggingu. Báðir frændur mínir voru svo heppnir að þurfa ekki að upplifa herþjónustu eins og hún gerðist verst. Jóhannes var fljótlega tekinn í fyrirtæki föðurbróður míns, sem gegndi því mikilvæga hlutverki að sjá borg okkar fyrir grænmeti. Auk þess var hann gallveikur. Franz varð hins vegar hermaður, en var aðeins falið að gæta fanga. Það starf notaði hann til að afla sér óvinsælda hjá 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.