Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Blaðsíða 135
Samband lesanda og höfundar kallar
hann að vísu „hálflífs banvæn faðmlög“
og lesandinn nemur rödd skáldsins eins
og úr hátalara „á förnum vegi“. Samt
sem áður er „vonin alltaf vonin“ og
bókina endar Þórarinn á þessum orðum:
Lifum þó enn um sinn
í þeirri von
að dag einn ljósti oss eins og furða
tilfinningin hingað var ég kominn
Þessi hugsun, þessi von, er það sem
einkennir ljóðabókina Ydd. Þetta er nýr
tónn í ljóðum Þórarins Eldjárns. Ljóð-
línur úr Erindum 1979 rifjast upp: „Æ
fastar vefst mér íslensk tunga um tönn /
tilfinningin grefur sig í fönn“. Þetta er
vel sagt, en lýsir vanda skáldsins, jafnvel
kreppu. I Yddi er skáldið nálægara í
ljóðum sínum en áður. I fyrri ljóðabók-
um Þórarins var fjöldinn allur af persón-
um og sagðar af þeim heilu sögurnar.
Hér er skáldið ekki að yrkja um eitt-
hvert fólk úti í bæ; ljóðin virðast í beinni
tengslum við eigin reynslu skáldsins.
Adeilukvæði eru ekki lengur yfirgnæf-
andi og dár og spé ekki eins áberandi og
oft áður. Enda eru einkunnarorð bókar-
innar þessi: „A poem should not be
mean“.
Þórarinn Eldjárn hefur í þessari bók
tekið upp nýtt form í ljóðum sínum og
reynst hafa gott og öruggt vald á því.
Undir þessu formi hefur inntak ljóða
hans líka breyst. Áhersla er lögð á
skynjun augnabliksins, að túlka ákveðna
stemningu, lýsa hugsun eða minningu.
Skáldið leggur sig fram um að snerta,
vekja og hrífa lesandann á nýjan hátt —
og tekst það.
Margrét Eggertsdóttir
Umsagnir um bakur
HVAÐ GERÐIST?
Það er ekki langt síðan menn kepptust
við að úrskurða smásöguna á líkbörurn-
ar, ef ekki rithöfundar þá lesendur og
útgefendur. En nú er engu líkara en
sjúklingurinn sé upprisinn og hinn bratt-
asti. Margir ungir höfundar hafa lagt
þetta form sérstaklega fyrir sig, og við-
tökur lesenda virðast hafa verið uppörv-
andi. Það smásagnasafn sem hér verður
rætt um er gleðilegt dæmi þessa. Fríða
Á. Sigurðardóttir kvaddi sér fyrst hljóðs
með smásagnasafni 1980 (og afsakaði sig
um leið með nafninu: Þetta er ekkert
alvarlegt), og hér tekur hún upp þráðinn
aftur, með safninu Vió gluggann
(Skuggsjá, 1984).
Þessum nýju smásögum svipar að
ýmsu leyti til sagna fyrri bókarinnar.
Sögupersónur þeirra eru sem fyrr eink-
um nútíma íslendingar á mölinni og lifa
þar engu sældarlífi. Oftar en ekki er lýst
fólki sem lifir einhvern veginn einangrað
frá öðrum, í umhverfi þar sem lítil sam-
staða fyrirfinnst og hver er sjálfum sér
næstur. í samræmi við það eru sögurnar
einatt einskorðaðar við hugskot einnar
manneskju, tjá þá mynd sem hún gerir
sér af tiltekinni atburðarás.
Fyrsta sagan, Ópið, segir frá konu
sem er að vaska upp meðan maður henn-
ar les í blaði inni í stofu og dóttirin spilar
ærandi rokkmúsík í sínu herbergi.
Spennan magnast innra með konunni,
og allt í einu heyrir hún nístandi óp, að
hún heldur úr næstu íbúð. Hvorugt
hinna hefur heyrt neitt — að eigin sögn
— og maðurinn er ófáanlegur að fara
fram og ganga úr skugga um hvort eitt-
hvað hafi komið fyrir. Inn í samtalið
fléttast lýsing heimilislífs eins og gengur
og gerist, þar sem húsbóndinn þrælar sér
út myrkranna á milli, en konan sinnir
125