Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Blaðsíða 98
Tímarit Máls og menningar
menntahefð“ í bókinni Islenskar kvennarannsóknir, 29. ágúst—1. sept. 1985, Há-
skóli Islands, Odda. Og Helga Kress fjallar um bandarískar kvennarannsóknir
meðal annars í greininni „Kvennabókmenntir", sömu bók. Þar kemur hún aðeins
inn á kenningar Gilbert og Gubar.
3. Ragnhildur Richter þýðir hugtakið „monster“ í ensku með íslenska orðinu
„skrýmsli". Eg vil heldur nota orðið „ófreskja" í þessu sambandi. I minni málvitund
er „skrýmsli" mun hlutstæðara fyrirbæri en „ófreskja" sbr. Katanessskrýmslið og
Loch Ness-skrýmslið og skrýmslafræði meistara Þórbergs o. s. frv.
4. Sjá Ragnhildi Richter, 1985, bls. 33.
5. Harold Bloom: The Anxiety of Influence. A Theory of Poetry. Oxford Univers-
ity Press, 1973. Einnig má vísa til kynninga á hugmyndum Bloom í Hans Hauge:
„Angsten for indflydelse. En introduktion til Harold Bloom" Kritik 67/1984. Og
Lis Moller: „Feministisk poetik — om Sandra Gilbert & Susan Gubar", Kritik 72/
1985.
6. Gilbert og Gubar skilja á milli „ótta við að vera höfundur" (anxiety of authorship)
og „ótta við sköpunina“ (anxiety of creativity) sem varðar bæði kynin, en er enn
djúpstæðara, sálrænt vandamál fyrir konur — og önnur umræða, ef út í það er farið.
Sjá Dagný Kristjánsdóttir: „Konur og listsköpun" í bókinni Islenskar kvennarann-
sóknir.
7. Það var engin tilviljun að breskar konur á 19. öld skrifuðu mikið af svokölluðum
„gotneskum" skáldsögum — ægilegum hrollvekjum sem nutu mikilla vinsælda.
Athyglisvert er í því sambandi hvernig Gilbert og Gubar lesa söguna Frankenstein
sem hin fagra og englum líka Mary Shelley skrifaði 19 ára gömul. Sjá Gilbert og
Gubar, 1979, 213-247.
8. I frönsku kvennahreyfingunni (og víðar) hefur farið fram töluvert skilgreininga-
hark um hugtakið „femínismi“. I augum margra franskra kvenna á hugtakið aðeins
við borgaralegar „kerfiskerlingar" sem ekki vilja hagga við feðraveldinu — bara fá
sínar valdastöður í því. Öðrum frönskum konum hefur fundist að þetta væru deilur
um keisarans (Leníns) skegg og viljað nota hugtakið um allar kvenfrelsissinnaðar
konur. Satt að segja virkar það kjánalega á utanaðkomandi að hópur Parísarkvenna
gekk í mótmælagöngu kvenna á baráttudegi kvenna, 8. mars, undir slagorðinu:
Niður með femínistana! Hér verða kvenfrelsiskonurnar Héléne Cixous og Julia
Kristeva kallaðar „femínistar“ þó að þær hafni merkimiðanum sjálfar vegna franskra
fordóma.
9. I doktorsritgerð Toril Moi: Sexual/Textual Politics er ákaflega góð kynning á
frönsku femínistunum. Sömuleiðis er fjallað um bæði franska og bandaríska femín-
ista og bókmenntarannsóknir í grein Gunilla Domellöf: „Theoretiska diskussioner
inom kvinnolitteraturforskningen" Kvinnovetenskaplig tidskrift 2—3 1984. Og mælt
skal með bókinni: New French Feminism. An Anthology. (Ed) Elaine Marks and
Isabelle de Courtivron. Schocken Books 1981, en þar er vandað úrval af textum úr
frönsku kvennabaráttunni og góður formáli.
10. Mary Jacobus: „Review of The Madwoman in the Attic“, Sings, 6, 3, 1981, bls.
517-523.
88