Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Blaðsíða 50
Tímarit Máls og menningar
sem gefa má sextugri konu daglega án þess að lífi hennar sé hætt er
því miður lítill. Það er á hinn bóginn kvöl að hafa á heimili konu sem
öskrar af öllum lífs- og sálarkröftum. Þegar á öðrum degi var fjöl-
skyldan í algerri upplausn. Huggunarorð prestsins, sem að jafnaði
var viðstaddur hátíðina á aðfangadagskvöld, voru einnig árang-
urslaus; frænka mín öskraði.
Franz varð sérstaklega óvinsæll af því að hann lagði til að beitt yrði
særingum. Presturinn skammaði hann og fjölskyldan varð agndofa
yfir miðaldasjónarmiðum hans. Orðrómur um hrottaskap hans var í
nokkrar vikur sterkari en orðstír hans sem hnefaleikara. A meðan var
allt reynt til að bjarga frænku minni úr þessu ástandi. Hún neitaði að
nærast, talaði ekki og svaf ekki. Það var notað kalt vatn, heit fótböð,
skiptiböð, læknarnir flettu uppí alfræðibókum að leita að heiti
þessarar duldar en fundu ekki.
Og frænka mín æpti. Hún æpti þangað til Franz föðurbróður
mínum — þessum virkilega hjartagóða manni — datt í hug að setja
upp nýtt grenitré.
III
Hugmyndin var ágæt en hins vegar reyndist mjög erfitt að fram-
kvæma hana. Það var komið framí febrúar og á þeim tíma er
tiltölulega erfitt að finna frambærilegt jólatré á markaðnum. Allur
kaupsýsluheimurinn hafði fyrir löngu — og það reyndar með lofs-
verðum hraða — snúið sér að öðrum hlutum. Kjötkveðjuhátíðin
nálgaðist. Grímur og pístólur, kúrekahattar og fáránleg höfuðprýði
fyrir furstafrúr fylltu útstillingargluggana, þar sem áður hafði mátt
dást að englum og englahári, kertum og jötum. Sælgætisbúðir höfðu
fyrir löngu komið jólakraminu fyrir í geymslum sínum en þess í stað
prýddu knallertur glugga þeirra. Alténd voru jólatré ekki fáanleg á
þessum tíma á hinum venjulega markaði.
Að lokum var gerður út leiðangur rángjarnra lítilla frænda með
skotsilfur og beitta öxi. Þeir fóru útí skógræktina og komu aftur um
kvöldið, greinilega í besta skapi með eðalgreni. En þá hafði komið á
daginn að fjórir dvergar, sex bjöllulaga steðjar og toppengillinn voru
algjörlega ónýtir. Marsípanfígúrurnar og kökurnar höfðu orðið gráð-
ugum frændum að bráð. Einnig sú kynslóð, sem er að vaxa úr grasi,
er einskisnýt og hafi nokkurn tíma einhver kynslóð til nokkurs
40