Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Blaðsíða 138
Höfundar efnis í þessu hefti
Asgrímur Albertsson, f. 1914. Fyrrv. bankafulltrúi.
Astráður Eysteinsson, f. 1957. Við doktorsnám í bókmenntum í Bandaríkjunum.
Byock, Jesse L. Prófessor í norrænum fræðum við University of California, L.A.
Böll, Heinrich, 1917—1985. Þýskur rithöfundur. Hann hlaut Nóbelsverðlaunin árið
1972. Ein skáldsaga hans, og sagði ekki eitt einasta orð, hefur komið út í þýð.
Böðvars Guðmundssonar (Mál og menning, 1983).
Carpelan, Bo, f. 1926. Finnskt ljóðskáld og doktor í heimspeki. Prófessor án
kennsluskyldu við háskólann í Helsinki.
Dagný Kristjánsdóttir, f. 1949. Lektor við háskólann í Osló.
Forché, Carolyn. Bandarískt ljóðskáld. Strax með fyrstu Ijóðabók sinni, Gathering
the Tribes (1976), komst hún í fremstu röð bandarískra ungskálda. „Ofurstinn"
er úr ljóðabókinni The Country Betveen Us (1981) sem fjallar um E1 Salvador.
Giovanni, Nikki Bandarískt ljóðskáld og blökkukona í húð og hár þótt nafnið sé
ítalskt. Fyrsta bók hennar, Black Feeling, Black Talk, kom út 1968 (þá var Nikki
hálffertug), og síðan hefur hún gefið út fjölda bóka. Hún hefur aldrei dregið dul á
að hún skrifar fyrst og fremst fyrir sitt fólk: „. . . og ég vona fastlega að engir
hvítir sjái nokkru sinni ástæðu til að skrifa um mig, því að þeir munu aldrei skilja
að Svört ást er Svört auðlegð, en fara ábyggilega að rausa um hvað ég hafi átt
erfiða bernsku án þess að skilja að ég var alla daga sæl og ánægð.“ Slík
storkunarorð hafa ekki komið í veg fyrir viðurkenningu margra hvítingja.
Guðmundur Georgsson, f. 1932. Læknir.
Hallberg Hallmundson, f. 1930. Bókmenntafræðingur. Starfar í Bandaríkjunum.
Halldór Guðmundsson, f. 1956. Útgáfustjóri Máls og menningar.
Magnús Skúlason, f. 1939. Læknir.
Margrét Eggertsdóttir, f. 1960. Nemi í íslenskum bókmenntum.
Matthías Jónasson, f. 1902. Prófessor emeritus í uppeldisfræði við H.I.
Njörður P. Njarðvík, f. 1936. Rithöfundur og dósent í íslenskum bókmenntum við
H.í.
Pound, Ezra, 1885—1972. Bandarískt ljóðskáld.
Radavich, David, f. 1940. Bandarískt ljóðskáld, leikritaskáld og kennari.
Ragnar Baldursson, f. 1955. Kennari og blaðamaður. Hann stundaði nám í kín-
versku og kínverskri heimspeki í Kína 1975 —’79.
Sigurður A. Magnússon, f. 1928. Rithöfundur.
Stefán Hörður Grímsson, f. 1920. Skáld.
Stefán Karlsson, f. 1928. Handritafræðingur.
Sverrir Hólmarsson, f. 1942. Kennari, þýðandi og gagnrýnandi.
Vésteinn Olason, f. 1939. Prófessor við háskólann í Osló.
Vilborg Dagbjartsdóttir, f. 1930. Skáld.
Þorleifur Hauksson, f. 1941. Lektor við háskólann í Uppsölum.
128