Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Blaðsíða 132

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Blaðsíða 132
Tímarit Máls og menningar huga manns sem vaknar skyndilega að morgni dags. Nývöknuð augun í morg- unskímunni eru „brotsæ" og augna- blikið „draumstola". Skynjunin er ekki rökræn, heldur brotakennd og „minninganösin naska", hið næma skyn- færi minningarinnar, vekur óljósar kenndir. Að lokum ríkir einhver sam- kennd, kannski með „öllu sem er“ og ljóðið endar á þessum orðum: Vertu furðaðu mig Virstu ekki gerstu Þessi orð lýsa vel hugsuninni sem gengur eins og rauður þráður gegnum bókina, lönguninni eftir tilfinningu sem er ný, sönn og upprunaleg. Bæði þráir skáldið að finna hana sjálft og vekja hana með öðrum. I ljóðinu „Margbrot“ teng- ist þessi hugsun ýmsum vangaveltum um líf og list. Ljóðið er ort af sjónarhóli þess sem situr innan við franskan glugga og horfir út. Franski glugginn brenglar venjulega sýn, landslagið byrjar að dansa, „trén eru ölvuð/ vegfarendur flogaveikir". Allt fær á sig nýja og ævin- týralega mynd „nema í spélausu rúðunni / sem skipt var um í fyrra", og spurt er í lokin „Er hún realisti?" Ljóst er að franski glugginn á hrifningu skáldsins, þar gerist eitthvað, hann vekur furðu. En rúðan sem sýnir heiminn eins og hann er, veldur vonbrigðum, hún er spé- laus. Glugginn er franskur og sum ljóða Þórarins í Yddi vitna um kynni hans af frönskum 19. aldar ljóðskáldum. Nægir þar að nefna „Rofhrif“: „Þýtur í táknum / andvarinn berst gegnum skóginn". Hér er ekki laust við að hið fræga ljóð Baudelaire „Correspondance" komi upp í hugann. („Eining“ í þýðingu Helga Hálfdanarsonar í Erlend ljóð frá liðnum tímum. Rvk. 1982.) Og eitt ljóðið heitir einfaldlega „Litið við hjá Lautréamont greifa í bakaleiðinni". „Sér nær“ lýsir eins og „Margbrot“ skynjun manns á umhverfi sínu. Hér er ljóðmælandi nærsýnn og ráðvilltur í þoku. Astandið er slíkt að „nú verður allt að gerast" og skyndilega sér þessi hálfblindaði náungi það sem mannleg augu greina sjaldan: þokuna sjálfa, lóð- rétt regn sem er „ekki rökrétt". Þetta atvik verður svo tilefni til útleggingar um sjón og skynjun. „Fyrrum pláss“ heitir ljóð sem ber með sér andrúmsloft yfirgefins og eyði- legs staðar úti á landi. Ekki er nóg með að allt sé þar gamalt og fornfálegt, held- ur er enginn sem hirðir um það: „þjóð- hættir lágu / óbættir hjá garði“. Farfugl sem enginn veit hvort er að koma eða fara, vokar þar yfir. Ef til vill er þessu Ijóði fyrst og fremst ætlað að lýsa stemn- ingu, en það vekur svipaðar hugrenning- ar og fyrsta ljóð bókarinnar, um land, þjóð og tengsl við hið liðna. Kvæðinu lýkur á þessari myndrænu lýsingu á hafróti í fjöru: „A hnjákollum öldunnar: / knéspil fjörunnar engdist / í svarrandi tangó“. Hvert orð felur í sér sveiflu og hrynjandi. Með því að láta fjöruna vera hljóðfæri á knjám öldunnar verður sam- spilið algjört þegar aldan skellur á land eins og þegar spilarinn hreyfir fótinn í takt við tónlistina. Andrúmsloftið er að sumu leyti svipað í ljóðinu „Stemmn- ing“. Þar er það einnig stemning liðins tíma sem vaknar mitt í „fjölmiðlavíli" nútímans og vekur einkennileg hughrif: Og einkennisdýr íslenskra sum- arbústaða og sveitakirkna, hin dauða fiskifluga, kom til mín og sagði: Eg 122
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.