Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Blaðsíða 66

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Blaðsíða 66
Tímarit Máls og menningar manneskjur hafi verið helmingi fleiri en þær sem voru 25 ára; og það sem flestir hafa gleymt, flestir Þjóðverjar hafa gleymt, vegna þess að þeir lifðu ekki þetta skeið með fullri meðvitund, er sú staðreynd að það var allt annað en þægilegt að vera Þjóðverji. Það var í raun og veru eitthvert hið auvirði- legasta lýsingarorð sem til var — þýskur. Þegar ég ber það saman við skrúðmált sjálfsöryggi stjórnmálamanna nú um stundir, þá þykir mér það satt að segja stórmerkilegt. Stjórnmálamanna sem eru á sama reki og ég og hljóta að vita hvernig það var þá. Þú minntist á Ahlen-áœtlunma, sem gekk út frá því að kapítalisminn hefði ekki þjónað hagsmunum frýsku þjóðarinnar. Hvaða hugmyndir höfðu menn um Þýskaland á árunum eftir 1947? Ahlen-áætlunin gerði ráð fyrir að byggt yrði á kristilegum sósíalisma. Seinna komst ég að raun um að jafnvel Thomas Mann hafði í síðustu ræðum sínum fyrir stríðslok alið á svipuðum hugmyndum: hann fékk ekki séð að Evrópa ætti sér framtíð án sósíalisma, sem vitanlega felur í sér að skilgreina verður hvað hver og einn á við með hugtakinu sósíalismi. I öllu falli trúði ég ekki — og þannig mátti einnig túlka Ahlen-áætlunina — að hið gamla fyrirkomulag eignarréttar og valds yrði látið halda sér. Fyrsta áfallið kom með myntbreytingunni eða svonefndri gjaldmiðilsend- urbót, sem reyndist vera grímulaus endurreisn óhefts kapítalisma. Einsog sú endurbót var lögð fyrir og framkvæmd leiddi hún af sér nálega hömlulausa verðbólgu, sem gerði vinnu fólks einskis virði. Jafnvel þó gamla ríkismarkið væri lítils virði á þessum tíma, þá urðu menn að vinna fyrir því einsog jafnan áður, jafnt verkamenn sem skrifstofufólk, opinberir starfsmenn sem aðrir, og sumt fólk hafði verið svo heimskt að spara. Eg verð að nota orðið heimskt, því það var einmitt sparifé þessa fólks sem varð að nálega engu, mig minnir sjö af hundraði, á sama tíma og fjármagn í verðbréfum var endurmetið einn á móti einum. Kannski má réttlæta þetta þegar horft er um öxl og jafnvel líta á það sem eina orsök „efnahagsundursins", en það var afdráttarlaus afneitun hugmyndanna í Ahlen-áætluninni. Þetta var raun- verulega fyrsta stóra áfallið. Eg man ekki nándarnærri eins glögglega stofnun Sambandslýðveldisins, myndun ríkjandi valdakerfis, fyrstu kosningarnar. Fyrir mér er mynt- breytingin miklu eftirminnilegri og mikilvægari viðburður, Og kannski kaus ég jafnvel Kristilega demókrata árið 1953, það er hugsanlegt, ég gerði það með vissu árið 1949, en sennilega ekki lengur árið 1957, vegna þess að snemma á sjötta áratug og jafnvel í lok fimmta áratugar brast kalda stríðið á, sem leiddi til þess að grundvölluð voru tvö gerólík þýsk efnahagskerfi, ef svo má taka til orða, og af því leiddi aukna hörku á báða bóga. I Þýska alþýðulýðveldinu kom til fruntalegrar eignaupptöku, sem alls ekki var gert 56
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.